Innlent

Frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu

Stjórnarandstaðan hefur ákveðið að leggja fram sameiginlegt frumvarp um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu þegar þing kemur saman þann 5. og 6. júlí. Í frumvarpi stjórnarandstöðunnar verður hvorki gert ráð fyrir auknum meirihluta eða tilskilinni lágmarksþáttöku í atkvæðagreiðslunni enda telur stjórnarandstaðan að það sé úr takti við leiðbeiningar stjórnarskrárinnar. Össur Skarphéðinsson formaður Samfylkingarinnar segir að ríkisstjórnin hafi slegið á útrétta sáttahönd og erindisbréf til undirbúningsnefndar stjórnarinnar, sem gera eigi tillögur um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar, beri með sér að setja eigi þrengri reglur en stjórnarskráin leyfi. Össur segir að frumvarp stjórnarandstöðunnar verði unnið í samráði við færustu sérfræðinga á sviði lögfræði og stjórnarskrár og stefnt sé að því að það liggi fyrir áður en þing kemur saman til að nefnd ríkisstjórnarinnar eigi þess kost að taka í þá sáttahönd sem enn sé útrétt af hálfu stjórnarandstæðinga.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×