Innlent

Nýr stjórnmálaflokkur stofnaður

Nýr stjórnmálaflokkur, Orkuflokkurinn, hefur verið stofnaður í Reykjavík, en markmið hans er að borin skuli virðing fyrir orkunni, bæði hlutlægri og óhlutlægri, eftir því sem haft er eftir stofnanda flokksins, Bjarna Þór Þorvaldssyni, á vefsíðu Morgunblaðsins. Flokkurinn er hugsaður sem ný vídd í stjórnmálunum, segir Bjarni Þór, en álitið sé að allt sé orka, hlutlæg og óhlutlæg. Bera skuli virðingu fyrir manninum, sem sé orka, og höfundur skilningsins á alheiminum. Flokkurinn hefur það að stefnu, samkvæmt vefsíðu Morgunblaðsins, að endurvinna beri alla orku sem maðurinn hefur tekið í nýtanlega orku. Viðurkenna skuli alþýðuvísindi eins og grasalækningar og óhefðbundin lækningalyf. Þá beri að sækja um aðild að Evrópusambandinu.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×