Viðskipti innlent

Góðæri vegna skattalækkana

MYND/Vísir
Ástæða þess hvernig efnahagslíf Íslands blómstrar eru skattalækkanir á fyrirtækjum og einkavæðing. Þetta sagði Davíð Oddsson, forsætisráðherra, á fundi íhaldsamrar rannsóknarstofnunar, American Enterprise Institute, í gær. Davíð sagði að skattar á fyrirtæki hefðu verið lækkaðir úr fimmtíu prósentum í átján og það væri meginástæða góðærisins hér á landi. Auk þess hefði einkavæðing ríkisbankanna skipt miklu.




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×