Innlent

Afkáraleg staða til lengdar

Jóhann M. Hauksson, doktor í opinberri stjórnsýslu, segir að fræðilega séð geti borgarstjóri vissulega setið á hlutlausum friðarstóli en það sé bagalegt til lengri tíma. "Hann getur starfað sem framkvæmdastjóri ef pólitíska forystan kemur annars staðar frá, en það er afkáralegt að staðan sé svona til lengdar. Það er hluti af starfi borgarstjóra að berjast fyrir pólitískum stefnumálum og því er undarlegt ef hann situr til lengri tíma sem hlutlaus framkvæmdastjóri." Jóhann bendir þó á að Þórólfur Árnason eigi erfitt með að taka að sér pólitískt burðarhlutverk því hann sé ráðinn í starfið á öðrum forsendum.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×