Viðskipti innlent

Fyrrverandi forstjóri VÍS fær bætur

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Guðmundur Örn Gunnarsson, fyrrverandi forstjóri VÍS.
Guðmundur Örn Gunnarsson, fyrrverandi forstjóri VÍS.
Íslenska ríkið var á föstudag dæmt til að greiða Guðmundi Erni Gunnarssyni, fyrrverandi forstjóra VÍS, 100 þúsund krónur í miskabætur vegna ólögmætrar handtöku. Guðmundur hafði farið fram á eina milljón króna í bætur.

Guðmundur var forstjóri VÍS frá janúar 2008 til maí 2011. Hann var handtekinn 31. maí í tengslum við rannsókn Sérstaks saksóknara á mögulegum brotum á lögum um vátryggingastarfsemi og umboðssvik vegna umdeildra lánveitinga, meðal annars til Exista. Guðmundur hafði stöðu sakbornings til október 2013 en þá var mál á hendur honum fellt niður.

Í niðurstöðu dómsins var fallist á bætur vegna handtöku að ósekju. Taldi dómari málsins að Guðmundur hefði leitast við að aðstoða rannsakendur við að upplýsa málið. Ekki þótti unnt að fallast á að hann hefði stuðlað handtöku sinni.

Guðmundur naut gjafsóknar vegna málsins. Gjafsóknarkostnaður, 800 þúsund krónur, greiðist úr ríkissjóði.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir

Sérstakur ákærir Lýð og Sigurð í VÍS-málinu

Alls eru á þriðja hundrað milljóna viðskipti VÍS talin saknæm í ákæru sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni og Sigurði Valtýssyni. Þrír sem höfðu réttarstöðu sakbornings á fyrri stigum eru ekki ákærðir.

FME vildi að forstjóri VÍS hætti

Fjármálaeftirlitið taldi rétt að Guðmundur Örn Gunnarsson, forstjóri Vátryggingafélags Íslands, viki úr starfi vegna óeðlilegrar lánastarfsemi sem átti sér stað í félaginu á árunum 2008-2010. Þetta er fullyrt í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun.

Sérstakur saksóknari gerði húsleit í VÍS

Sérstakur saksóknara hefur gert húsleit í höfðuðstöðvum VÍS og Exista. Húsleitin var gerð í kjölfar rannsóknar Fjármálaeftirlitsins á tilteknum lánveitingum út úr félaginu á árunum 2007 - 2009. Starfsfólk félagsins vinnur með embættinu að gagnaöfluninni. Skammt er

Sérstakur saksóknari: Þetta er nokkuð stór rannsókn

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, gefur ekki upp hvort fleiri verði handteknir vegna rannsóknar embættisins á málefnum Vátryggingafélags Íslands. Grunur lék um brot á lögum um vátryggingarstarfsemi og umboðssvik vegna umdeildra lánveitinga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×