Fyrirgefning – ekki alltaf svarið Sólveig Anna Bóasdóttir skrifar 16. apríl 2013 07:00 Fyrirgefning er fallegt orð og eins þykir fagurt að fyrirgefa í mannlegum samskiptum. Sérstaklega í kristnu samhengi. Ekki er hægt að skýra það með því að margir ritningarstaðir í Biblíunni séu tengdir fyrirgefningunni. Þeir tiltölulega fáu fyrirgefningartextar sem finnast í Nýja testamentinu fjalla fyrst og fremst um fyrirgefningu Guðs og Jesú á syndum manna, og eiga það sameiginlegt að það er hinn valdameiri sem fyrirgefur þeim valdaminni. Hvað þá með ritningarstaði í Nýja testamentinu þar sem fyrirgefning í mannlegum samskiptum kemur fyrir? Eitt aðalþemað í því sambandi er hvernig fyrirgefning manna tengist fyrirgefningu Guðs. Hvergi sést þetta betur en í bæninni Faðir vor. Matteusarguðspjall orðar þetta þannig: Fyrirgef oss vorar skuldir svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum, en hjá Lúkasi segir: fyrirgef oss vorar syndir, enda fyrirgefum vér öllum vorum skuldunautum. Hvernig ber að skilja þessa bæn? Má skilja það svo að við manneskjur verðum að fyrirgefa hver annarri svo Guð geti fyrirgefið okkur eða biðjum við Guð að fyrirgefa okkur vegna þess að við fyrirgefum? Hvað ef við fyrirgefum ekki, mun Guð þá ekki heldur fyrirgefa okkur? Til að svara þessu skulum við líta á fyrirgefningarlíkan Nýja testamentisins. Þar finnum við ákveðna mynd af samskiptum landeiganda og leiguliða þegar rætt er um fyrirgefningu. Þessi mynd hefur síðan verið yfirfærð á andlegan veruleika, á samband Guðs og manna. Það sem vekur athygli er að fyrirgefningin streymir aðeins í eina átt: frá þeim valdameiri til hins valdaminni. Það er ekki mögulegt frá sjónarhóli Nýja testamentisins að valdaminni einstaklingur fyrirgefi þeim valdameiri. Nema þá valdastaðan milli þeirra breytist.Hjálpar ekki alltaf Þá er valdastaða Jesú innan guðspjallanna breytileg. Dæmi um það er þegar Jesús segir við bersyndugu konuna: Syndir þínar eru fyrirgefnar (Lúk 7:48). Þá er hann valdamikill. Sú valdastaða er gjörbreytt þegar búið var að negla hann á kross. Hinn krossfesti Jesús biður Guð að fyrirgefa þeim sem krossfestu hann. Hann segir ekki: Syndir ykkar eru fyrirgefnar, heldur vísar því til þess sem valdið hefur. „Faðir, fyrirgef þeim því að þeir vita ekki hvað þeir gjöra“ (Lúk 23:34). Jesús er ekki í aðstöðu til að fyrirgefa niðurlægður og negldur á kross: Guð einn hefur vald til þess. Þetta líkan fyrirgefningar sem blasir við okkar í Nýja testamentinu finnum við einnig þar sem talað er um fyrirgefningu milli manna. Hún er aðeins möguleg að uppfylltum vissum skilyrðum. Þau eru að sá sem fyrirgefur verði að vera valdameiri eða að minnsta kosti jafnoki þess sem fyrirgefninguna á að fá. Páll postuli hvetur til fyrirgefningar í Síðara Korintubréfi en hvergi hvetur hann til þess að valdaminna fólk fyrirgefi þeim valdameiri: Fyrirgefning er einungis möguleg milli jafningja. Er þetta fyrirgefningarlíkan Nýja testamentisins gagnlegt í dag? Ég tel það. Sérstaklega held ég að þeir sem vinna með einstaklingum sem brotið hefur verið á, svo sem þolendum ýmiss konar ofbeldis, andlegs, líkamlegs og kynferðislegs, geti haft visst gagn af því að styðjast við það. Valdasjónarmið þau sem koma fram í því eru þrátt fyrir allt alls ekki fjarri okkar veruleika. Öll tengsl okkar við annað fólk eru valdatengsl ef því er að skipta. Í ofbeldisaðstæðum nær annar aðilinn valdi yfir hinum og í krafti þess valds getur hann beitt ofbeldi. Að losna undan sálrænu valdi persónu sem hefur meitt mann og sært er mjög erfitt og tal um fyrirgefningu hjálpar ekki alltaf í þeim aðstæðum. Ef gerandinn hvorki viðurkennir verknað sinn né reynir að bæta fyrir brot sitt skyldum við, með vísan í Nýja testamentið, sleppa öllu tali um fyrirgefningu. Þótt fyrirgefningin sé okkur kristnum kær er hún ekki alltaf svarið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Fyrirgefning er fallegt orð og eins þykir fagurt að fyrirgefa í mannlegum samskiptum. Sérstaklega í kristnu samhengi. Ekki er hægt að skýra það með því að margir ritningarstaðir í Biblíunni séu tengdir fyrirgefningunni. Þeir tiltölulega fáu fyrirgefningartextar sem finnast í Nýja testamentinu fjalla fyrst og fremst um fyrirgefningu Guðs og Jesú á syndum manna, og eiga það sameiginlegt að það er hinn valdameiri sem fyrirgefur þeim valdaminni. Hvað þá með ritningarstaði í Nýja testamentinu þar sem fyrirgefning í mannlegum samskiptum kemur fyrir? Eitt aðalþemað í því sambandi er hvernig fyrirgefning manna tengist fyrirgefningu Guðs. Hvergi sést þetta betur en í bæninni Faðir vor. Matteusarguðspjall orðar þetta þannig: Fyrirgef oss vorar skuldir svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum, en hjá Lúkasi segir: fyrirgef oss vorar syndir, enda fyrirgefum vér öllum vorum skuldunautum. Hvernig ber að skilja þessa bæn? Má skilja það svo að við manneskjur verðum að fyrirgefa hver annarri svo Guð geti fyrirgefið okkur eða biðjum við Guð að fyrirgefa okkur vegna þess að við fyrirgefum? Hvað ef við fyrirgefum ekki, mun Guð þá ekki heldur fyrirgefa okkur? Til að svara þessu skulum við líta á fyrirgefningarlíkan Nýja testamentisins. Þar finnum við ákveðna mynd af samskiptum landeiganda og leiguliða þegar rætt er um fyrirgefningu. Þessi mynd hefur síðan verið yfirfærð á andlegan veruleika, á samband Guðs og manna. Það sem vekur athygli er að fyrirgefningin streymir aðeins í eina átt: frá þeim valdameiri til hins valdaminni. Það er ekki mögulegt frá sjónarhóli Nýja testamentisins að valdaminni einstaklingur fyrirgefi þeim valdameiri. Nema þá valdastaðan milli þeirra breytist.Hjálpar ekki alltaf Þá er valdastaða Jesú innan guðspjallanna breytileg. Dæmi um það er þegar Jesús segir við bersyndugu konuna: Syndir þínar eru fyrirgefnar (Lúk 7:48). Þá er hann valdamikill. Sú valdastaða er gjörbreytt þegar búið var að negla hann á kross. Hinn krossfesti Jesús biður Guð að fyrirgefa þeim sem krossfestu hann. Hann segir ekki: Syndir ykkar eru fyrirgefnar, heldur vísar því til þess sem valdið hefur. „Faðir, fyrirgef þeim því að þeir vita ekki hvað þeir gjöra“ (Lúk 23:34). Jesús er ekki í aðstöðu til að fyrirgefa niðurlægður og negldur á kross: Guð einn hefur vald til þess. Þetta líkan fyrirgefningar sem blasir við okkar í Nýja testamentinu finnum við einnig þar sem talað er um fyrirgefningu milli manna. Hún er aðeins möguleg að uppfylltum vissum skilyrðum. Þau eru að sá sem fyrirgefur verði að vera valdameiri eða að minnsta kosti jafnoki þess sem fyrirgefninguna á að fá. Páll postuli hvetur til fyrirgefningar í Síðara Korintubréfi en hvergi hvetur hann til þess að valdaminna fólk fyrirgefi þeim valdameiri: Fyrirgefning er einungis möguleg milli jafningja. Er þetta fyrirgefningarlíkan Nýja testamentisins gagnlegt í dag? Ég tel það. Sérstaklega held ég að þeir sem vinna með einstaklingum sem brotið hefur verið á, svo sem þolendum ýmiss konar ofbeldis, andlegs, líkamlegs og kynferðislegs, geti haft visst gagn af því að styðjast við það. Valdasjónarmið þau sem koma fram í því eru þrátt fyrir allt alls ekki fjarri okkar veruleika. Öll tengsl okkar við annað fólk eru valdatengsl ef því er að skipta. Í ofbeldisaðstæðum nær annar aðilinn valdi yfir hinum og í krafti þess valds getur hann beitt ofbeldi. Að losna undan sálrænu valdi persónu sem hefur meitt mann og sært er mjög erfitt og tal um fyrirgefningu hjálpar ekki alltaf í þeim aðstæðum. Ef gerandinn hvorki viðurkennir verknað sinn né reynir að bæta fyrir brot sitt skyldum við, með vísan í Nýja testamentið, sleppa öllu tali um fyrirgefningu. Þótt fyrirgefningin sé okkur kristnum kær er hún ekki alltaf svarið.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun