Erlent

Fylgst með 80 manns í Bandaríkjunum vegna ebólusmits

Atli Ísleifsson skrifar
Maður stendur fyrir utan íbúð hjá Ivy Apartments í Dallas þar sem sjúkralið sótti Duncan fyrr í vikunni.
Maður stendur fyrir utan íbúð hjá Ivy Apartments í Dallas þar sem sjúkralið sótti Duncan fyrr í vikunni. Vísir/AFP
Heilbrigðisyfirvöld í Texas fylgjast nú með allt að áttatíu manns eftir að maður greindist með ebólu í borginni Dallas.

Í frétt BBC segir að milli tólf og átján manns, þar af fimm börn, hafi verið í snertingu við Líberíumanninn Thomas Eric Duncan. Fylgst er með þessum áttatíu þar sem þau hafi verið í samskiptum við þá sem voru í snertingu við þetta fólk. Duncan er haldið í einangrun og er ástand hans talið alvarlegt.

Fjórum ættingjum Duncan hefur verið skipað að halda sér heima og ekki taka á móti gestum til 19. október.

Sjúkdómurinn er ekki smitandi fyrr en eftir að einkenni hans koma fram og dreifist þegar menn komast í snertingu við líkamsvessa smitaðs einstaklings.

Talið er að Duncan hafi smitast í Líberíu en hann kom til Bandaríkjanna fyrir tveimur vikum til að heimsækja ættingja. Hann er fyrsti maðurinn til að greinast með ebólu í Bandaríkjunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×