Innlent

Fundur formanna hafinn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá fundinum.
Frá fundinum. Vísir/Eyþór
Fundur formanna Vinstri grænna, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Pírata sem hefjast átti klukkan 16 en var frestað til 17 er nú hafinn.

Fundinum, sem fer fram í Alþingishúsinu, var að sögn Katrínar Jakobsdóttur frestað vegna ólokinnar vinnu en heimildir fréttastofu herma að hún og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hafi fundað undir fjögur augu nú síðdegis. Ekki liggur fyrir hvað var rætt á fundinum.

Fyrr í dag þegar Katrín var spurð að því hvort að hún sæi fyrir sér að eftir þann fund sem nú er hafinn hvort liggja myndi fyrir að henni myndi takast að mynda nýja ríkisstjórn eða ekki sagði hún:

„Ég er ekki að setja neinar ákveðnar tímaáætlanir en það er auðvitað orðið tímabært eftir vinnu málefnahópanna að formenn flokkanna taki afstöðu í tilteknum málum þannig að það er það sem við ætlum að gera í dag. En ég ætla ekkert að loka fyrir það að það geti dregist eitthvað.


Tengdar fréttir

Flókin staða varðandi ríkisfjármál í stjórnarmyndunarviðræðum

Formaður Viðreisnar segir að fráfarandi ríkisstjórn hafa beitt sér fyrir ýmsum fjárútlátum á síðustu dögum þings fyrir kosningar sem kosti ríkissjóð tugi milljarða án þess að verkefni hafi verið fjármögnuð. Þetta hafi áhrif á hvað ný ríkisstjórn geti gert. Stjórnarmyndunarviðræðum formanna fimm flokka verður framhaldið á Alþingi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×