Fullyrt að Pútín sé á leið til Íslands Jakob Bjarnar skrifar 15. júlí 2016 16:11 Iskander Makhmudov, vinur Pútíns, er með Eystri-Rangá á leigu. Hann er ekki kominn enn þó tímabil hans hafi byrjað í gær. Rússneskur milljarðamæringur, Iskander Makhmudov, er nú með Rangá Eystri á leigu. Hann er ekki mættur til landsins en hann er með ána í leigu í viku. Eiríkur Jónsson fullyrðir á vefsíðu sinni að Pútín Rússlandsforseti sé væntanlegur til landsins, og þá til að fara að veiða í Rangá. Eiríkur segir mikinn viðbúnað vegna heimsóknarinnar og hefur öllu svæðinu við Rangá verið lokað. Þá segir Eiríkur að Pútín muni hafa leigt þrjá lögreglubíla og sex lögreglumenn af hinu opinbera til að tryggja öryggi enn frekar.Iskander Makhmudov með Rangá á leigu Vísir hefur ekki náð að fá þessar fregnir staðfestar. Sá sem varð fyrir svörum í sendiráði Rússlands kom reyndar alveg af fjöllum, taldi þetta afar ólíklegt svo ekki væri meira sagt; þeir myndu vita af komu Pútíns. Þessa frétt væri ekki hægt að staðfesta.Pútín er karl í krapinu og þarna er hann ber að ofan við veiðar. Kannski mun hann bera sig svona að við veiðar í Rangá, ef til kemur.Eftirgrennslan Vísis hefur leitt það í ljós að Pútín er ekki að fara að veiða í Ytri-Rangá en Eystri-Rangá er ekki út úr myndinni hvað Pútín varðar. Reyndar er það svo að búið er að leigja hana út í vikutíma. Leigutakinn er einmitt vinur Pútíns, ólígarkinn Iskander Makhmudov, fæddur í Uzbekistan. Makhmudov er eigandi mikilla koparnáma sem finna má í Úralfjöllum og stjórnar hann yfir 300 fyrirtækjum í níu fylkjum Rússlands.Iskander enginn þurfalingurIskander Makmudov er sem sagt enginn þurfalingur, hann er í 380 sæti á lista Forbes yfir ríkustu einstaklinga heims. Metinn á 4,9 milljarða dollara sem eru tæpir 600 milljarðar króna.Rússneski auðkýfingurinn hefur áður verið við veiðar í Rangá eystri.Skjáskot af lista Forbes.Til samanburðar þá er Björgólfur Thor er metinn á 1,5 milljarð dollara eða 180 milljarða króna og er númer 1121 á lista. Í Rangá eystri eru seldar 18 stangir. Makmudov er með ána í viku, frá og með í gær að telja. En, samkvæmt heimildum Vísis er hann ekki enn kominn. Hvort Pútín verði í för með vini sínum honum Iskander, það verður svo bara að koma í ljós. Iskander Makmudov hefur áður veitt í Eystri-Rangá, þá leigt alla ána og er alveg undir hælinn lagt hvort hann fullnýtir tíma sinn. En, um tíu gædar eru í viðbragðsstöðu; til að leiða hina rússnesku veiðimenn um ána. Þar hefur verið frábær veiði í sumar og þá verulega hátt hlutfall stórlaxa. Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira
Rússneskur milljarðamæringur, Iskander Makhmudov, er nú með Rangá Eystri á leigu. Hann er ekki mættur til landsins en hann er með ána í leigu í viku. Eiríkur Jónsson fullyrðir á vefsíðu sinni að Pútín Rússlandsforseti sé væntanlegur til landsins, og þá til að fara að veiða í Rangá. Eiríkur segir mikinn viðbúnað vegna heimsóknarinnar og hefur öllu svæðinu við Rangá verið lokað. Þá segir Eiríkur að Pútín muni hafa leigt þrjá lögreglubíla og sex lögreglumenn af hinu opinbera til að tryggja öryggi enn frekar.Iskander Makhmudov með Rangá á leigu Vísir hefur ekki náð að fá þessar fregnir staðfestar. Sá sem varð fyrir svörum í sendiráði Rússlands kom reyndar alveg af fjöllum, taldi þetta afar ólíklegt svo ekki væri meira sagt; þeir myndu vita af komu Pútíns. Þessa frétt væri ekki hægt að staðfesta.Pútín er karl í krapinu og þarna er hann ber að ofan við veiðar. Kannski mun hann bera sig svona að við veiðar í Rangá, ef til kemur.Eftirgrennslan Vísis hefur leitt það í ljós að Pútín er ekki að fara að veiða í Ytri-Rangá en Eystri-Rangá er ekki út úr myndinni hvað Pútín varðar. Reyndar er það svo að búið er að leigja hana út í vikutíma. Leigutakinn er einmitt vinur Pútíns, ólígarkinn Iskander Makhmudov, fæddur í Uzbekistan. Makhmudov er eigandi mikilla koparnáma sem finna má í Úralfjöllum og stjórnar hann yfir 300 fyrirtækjum í níu fylkjum Rússlands.Iskander enginn þurfalingurIskander Makmudov er sem sagt enginn þurfalingur, hann er í 380 sæti á lista Forbes yfir ríkustu einstaklinga heims. Metinn á 4,9 milljarða dollara sem eru tæpir 600 milljarðar króna.Rússneski auðkýfingurinn hefur áður verið við veiðar í Rangá eystri.Skjáskot af lista Forbes.Til samanburðar þá er Björgólfur Thor er metinn á 1,5 milljarð dollara eða 180 milljarða króna og er númer 1121 á lista. Í Rangá eystri eru seldar 18 stangir. Makmudov er með ána í viku, frá og með í gær að telja. En, samkvæmt heimildum Vísis er hann ekki enn kominn. Hvort Pútín verði í för með vini sínum honum Iskander, það verður svo bara að koma í ljós. Iskander Makmudov hefur áður veitt í Eystri-Rangá, þá leigt alla ána og er alveg undir hælinn lagt hvort hann fullnýtir tíma sinn. En, um tíu gædar eru í viðbragðsstöðu; til að leiða hina rússnesku veiðimenn um ána. Þar hefur verið frábær veiði í sumar og þá verulega hátt hlutfall stórlaxa.
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira