Erlent

Fulltrúar ESB þjálfa liðsmenn líbísku strandgæslunnar

Atli Ísleifsson skrifar
Federica Mogherini.
Federica Mogherini. Vísir/AFP
Fulltrúar Evrópusambandsins hófu í dag þjálfun líbískra standgæsluliða en vonast er til að með því verði hægt að draga úr straumi flóttafólks til Evrópu.

Federica Mogherini, utanríkismálastjóri ESB, kynnti aðgerðina, sem gengur undir nafninu Operation Sofia, á fréttamannafundi í morgun.

Þjálfunin fer að stórum hluta fram um borð í ítalska varðskipinu San Giorgio. Búist er við að þjálfunin standi í fjóra mánuði, en til stendur að þjálfa Líbíumennina við að sinna björgunarstörfum og við að stöðva för smyglbáta.

Tugþúsundir afrískra flóttamanna hafa á síðustu árum gert tilraunir til að komast til Evrópu með því að sigla á bátum sem lagt er úr höfn í Líbíu á norðurströnd Afríku.

Þúsundir hafa látið lífið á leið sinni þar sem bátarnir eru margir hverjir bæði illa búnir og engan veginn í stakk búnir að ná á leiðarenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×