Fullmótuð heild ógerðra verka Bergsteinn Sigurðsson skrifar 6. febrúar 2013 16:00 Þóroddur Bjarnason. Á sýningunni Ógerð verk sýnir höfundurinn skissur og drög að verkum sem hann á eftir að hrinda í framkvæmd. Á sýningunni verður líka myndband þar sem Þóroddur og Gunnar Hersveinn heimspekingur fara yfir hvert verk fyrir sig og hugmyndina bak við það. Mynd/Stefán Skissur af verkefnum sem Þóroddur Bjarnason myndlistarmaður hefur verið að pæla í síðustu misseri en aldrei litið dagsins ljós eru uppistaða sýningarinnar Ógerðu verkin, sem opnar í Safnaskálanum á Akranesi í dag. Alls eru 34 teikningar með penna, blýanti og vatnslit á pappír á sýningunni. "Þetta er hugsað sem innsetning," segir Þóroddur, sem er ættaður frá Akranesi og er að halda sína fyrstu einkasýningu þar í bæ. "Ég fór að velta fyrir mér hvernig ég gæti gert eitthvað sem veitti innsýn í hvernig ég hugsa sem myndlistarmaður en er um leið heildstætt verk til samræmis við það sem ég hef gert áður. Þá duttu mér í hug þessi ógerðu verk, það er að segja verk sem byggja á hugmyndum sem eru tilbúnar en á eftir að hrinda í framkvæmd." Sýningar á ókláruðum verkum eru þekktar en yfirleitt haldnar að listamanninum látnum. "Já, þetta er óvenjulegt að því leyti að ég er enn ekki kominn undir græna torfu en þarna fannst mér þetta henta vel í svona stóru sýningarrými. Á sýningunni er líka myndband þar sem ég ræði við Gunnar Hersvein heimspeking og vin minn um hvert verk fyrir sig og fer yfir hvað ég var að pæla." Sýningin vekur spurningar um upphaf og endi, til dæmis hvort verk sem er hálfklárað af hálfu höfundar sé fullklárað í augum áhorfandans. "Það má kannski líta á sýninguna í heild sem fullklárað verk en ef ég færi að vinna hvert verk eitthvað áfram myndi það sjálfsagt þróast í einhverjar aðrar áttir, eins og gerist alltaf. En þarna er maður kannski búinn að setja ákveðinn punkt til að staðnæmast við." Þóroddur segist vel geta hugsað sér að ljúka við öll verkin á sýningunni fái hann tækifæri til þess. "Ef einhver býður mér að setja þau upp væri ég reiðubúinn í það. Þetta eru allt verk sem ég er búinn að hugsa nógu langt til að geta hrint þeim í framkvæmd." Sýningin Ógerð verk stendur til 24. febrúar í Safnaskálanum. Menning Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Skissur af verkefnum sem Þóroddur Bjarnason myndlistarmaður hefur verið að pæla í síðustu misseri en aldrei litið dagsins ljós eru uppistaða sýningarinnar Ógerðu verkin, sem opnar í Safnaskálanum á Akranesi í dag. Alls eru 34 teikningar með penna, blýanti og vatnslit á pappír á sýningunni. "Þetta er hugsað sem innsetning," segir Þóroddur, sem er ættaður frá Akranesi og er að halda sína fyrstu einkasýningu þar í bæ. "Ég fór að velta fyrir mér hvernig ég gæti gert eitthvað sem veitti innsýn í hvernig ég hugsa sem myndlistarmaður en er um leið heildstætt verk til samræmis við það sem ég hef gert áður. Þá duttu mér í hug þessi ógerðu verk, það er að segja verk sem byggja á hugmyndum sem eru tilbúnar en á eftir að hrinda í framkvæmd." Sýningar á ókláruðum verkum eru þekktar en yfirleitt haldnar að listamanninum látnum. "Já, þetta er óvenjulegt að því leyti að ég er enn ekki kominn undir græna torfu en þarna fannst mér þetta henta vel í svona stóru sýningarrými. Á sýningunni er líka myndband þar sem ég ræði við Gunnar Hersvein heimspeking og vin minn um hvert verk fyrir sig og fer yfir hvað ég var að pæla." Sýningin vekur spurningar um upphaf og endi, til dæmis hvort verk sem er hálfklárað af hálfu höfundar sé fullklárað í augum áhorfandans. "Það má kannski líta á sýninguna í heild sem fullklárað verk en ef ég færi að vinna hvert verk eitthvað áfram myndi það sjálfsagt þróast í einhverjar aðrar áttir, eins og gerist alltaf. En þarna er maður kannski búinn að setja ákveðinn punkt til að staðnæmast við." Þóroddur segist vel geta hugsað sér að ljúka við öll verkin á sýningunni fái hann tækifæri til þess. "Ef einhver býður mér að setja þau upp væri ég reiðubúinn í það. Þetta eru allt verk sem ég er búinn að hugsa nógu langt til að geta hrint þeim í framkvæmd." Sýningin Ógerð verk stendur til 24. febrúar í Safnaskálanum.
Menning Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira