Fullir árshátíðargestir ekki lengur velkomnir í Hörpu 4. nóvember 2011 10:00 Reynslan af árshátíðahaldi í Hörpu er svo slæm að tekið hefur verið fyrir frekari bókanir. Þórunn Sigurðardóttir stjórnarformaður segir mikil drykkjulæti ekki passa í Hörpu. „Það er ekki gott að vera með mikið næturlíf í húsinu,“ segir Þórunn Sigurðardóttir, stjórnarformaður Ago, rekstrarfélags Hörpu. Allar árshátíðarbókanir í Hörpu hafa verið stoppaðar, en reynslan af slíkum skemmtunum hefur ekki verið góð að sögn Þórunnar. „Það er mjög mikil ásókn í að halda árshátíðir í Hörpu og við ætluðum að sjá hvort þetta væri hægt. Reynslan er því miður þannig að þetta virkar ekki saman,“ segir hún. „Við erum búin að fjalla um þetta í stjórninni og það verður tekið fyrir þetta.“ Ekki liggur fyrir hversu miklum tekjum Harpa verður af. Þórunn segir að verið sé að vinna úr þeim skemmtunum sem búið hafi verið að bóka þegar ákvörðunin var tekin og bætir við að ennþá sé möguleiki á því að halda minni skemmtanir. „Þetta verður í algjöru lágmarki og þá bara ef það er hægt að vera í lokuðum sal og ekki í neinum tengslum við viðburði í húsinu, tónleika og annað,“ segir hún. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa drykkjulæti árshátíðargesta verið ofboðsleg. Þá kom skemmtanahald niður á tónleikum Bjarkar í Hörpunni á dögunum þegar syrpa af Abba-lögum truflaði lágstemmdan hluta tónleika hennar, á meðan árshátíð fór fram fyrir utan Silfurbergssalinn. Þórunn staðfestir þetta. „Það varð einhver hljóðleki í smá stund og það á ekki að gerast,“ segir hún. „Það er óviðunandi að Björk sé trufluð af partítónlist í húsinu. Það gengur ekki. Það segir sig sjálft.“ Veisluhald verður þó áfram í Hörpu, en Þórunn segir mun vera á brúðkaupsveislum og árshátíðum. „Það er bara þannig að þetta eru sérhannaðir tónleikasalir sem eru mjög viðkvæmir,“ segir hún. „Það er ofboðslega mikill ágangur í þetta. Fólk langar að halda alls konar veislur og árshátíðir. Við erum að taka á því og skrúfa það algjörlega niður. Það er ekki hægt að gera allt í sama húsinu í einu. Árshátíðir þar sem verða mikil drykkjulæti passa ekki í húsið. Það er eins og það er, Íslendingar fara á árshátíðir til að skemmta sér.“atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
„Það er ekki gott að vera með mikið næturlíf í húsinu,“ segir Þórunn Sigurðardóttir, stjórnarformaður Ago, rekstrarfélags Hörpu. Allar árshátíðarbókanir í Hörpu hafa verið stoppaðar, en reynslan af slíkum skemmtunum hefur ekki verið góð að sögn Þórunnar. „Það er mjög mikil ásókn í að halda árshátíðir í Hörpu og við ætluðum að sjá hvort þetta væri hægt. Reynslan er því miður þannig að þetta virkar ekki saman,“ segir hún. „Við erum búin að fjalla um þetta í stjórninni og það verður tekið fyrir þetta.“ Ekki liggur fyrir hversu miklum tekjum Harpa verður af. Þórunn segir að verið sé að vinna úr þeim skemmtunum sem búið hafi verið að bóka þegar ákvörðunin var tekin og bætir við að ennþá sé möguleiki á því að halda minni skemmtanir. „Þetta verður í algjöru lágmarki og þá bara ef það er hægt að vera í lokuðum sal og ekki í neinum tengslum við viðburði í húsinu, tónleika og annað,“ segir hún. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa drykkjulæti árshátíðargesta verið ofboðsleg. Þá kom skemmtanahald niður á tónleikum Bjarkar í Hörpunni á dögunum þegar syrpa af Abba-lögum truflaði lágstemmdan hluta tónleika hennar, á meðan árshátíð fór fram fyrir utan Silfurbergssalinn. Þórunn staðfestir þetta. „Það varð einhver hljóðleki í smá stund og það á ekki að gerast,“ segir hún. „Það er óviðunandi að Björk sé trufluð af partítónlist í húsinu. Það gengur ekki. Það segir sig sjálft.“ Veisluhald verður þó áfram í Hörpu, en Þórunn segir mun vera á brúðkaupsveislum og árshátíðum. „Það er bara þannig að þetta eru sérhannaðir tónleikasalir sem eru mjög viðkvæmir,“ segir hún. „Það er ofboðslega mikill ágangur í þetta. Fólk langar að halda alls konar veislur og árshátíðir. Við erum að taka á því og skrúfa það algjörlega niður. Það er ekki hægt að gera allt í sama húsinu í einu. Árshátíðir þar sem verða mikil drykkjulæti passa ekki í húsið. Það er eins og það er, Íslendingar fara á árshátíðir til að skemmta sér.“atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög