Fullir árshátíðargestir ekki lengur velkomnir í Hörpu 4. nóvember 2011 10:00 Reynslan af árshátíðahaldi í Hörpu er svo slæm að tekið hefur verið fyrir frekari bókanir. Þórunn Sigurðardóttir stjórnarformaður segir mikil drykkjulæti ekki passa í Hörpu. „Það er ekki gott að vera með mikið næturlíf í húsinu,“ segir Þórunn Sigurðardóttir, stjórnarformaður Ago, rekstrarfélags Hörpu. Allar árshátíðarbókanir í Hörpu hafa verið stoppaðar, en reynslan af slíkum skemmtunum hefur ekki verið góð að sögn Þórunnar. „Það er mjög mikil ásókn í að halda árshátíðir í Hörpu og við ætluðum að sjá hvort þetta væri hægt. Reynslan er því miður þannig að þetta virkar ekki saman,“ segir hún. „Við erum búin að fjalla um þetta í stjórninni og það verður tekið fyrir þetta.“ Ekki liggur fyrir hversu miklum tekjum Harpa verður af. Þórunn segir að verið sé að vinna úr þeim skemmtunum sem búið hafi verið að bóka þegar ákvörðunin var tekin og bætir við að ennþá sé möguleiki á því að halda minni skemmtanir. „Þetta verður í algjöru lágmarki og þá bara ef það er hægt að vera í lokuðum sal og ekki í neinum tengslum við viðburði í húsinu, tónleika og annað,“ segir hún. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa drykkjulæti árshátíðargesta verið ofboðsleg. Þá kom skemmtanahald niður á tónleikum Bjarkar í Hörpunni á dögunum þegar syrpa af Abba-lögum truflaði lágstemmdan hluta tónleika hennar, á meðan árshátíð fór fram fyrir utan Silfurbergssalinn. Þórunn staðfestir þetta. „Það varð einhver hljóðleki í smá stund og það á ekki að gerast,“ segir hún. „Það er óviðunandi að Björk sé trufluð af partítónlist í húsinu. Það gengur ekki. Það segir sig sjálft.“ Veisluhald verður þó áfram í Hörpu, en Þórunn segir mun vera á brúðkaupsveislum og árshátíðum. „Það er bara þannig að þetta eru sérhannaðir tónleikasalir sem eru mjög viðkvæmir,“ segir hún. „Það er ofboðslega mikill ágangur í þetta. Fólk langar að halda alls konar veislur og árshátíðir. Við erum að taka á því og skrúfa það algjörlega niður. Það er ekki hægt að gera allt í sama húsinu í einu. Árshátíðir þar sem verða mikil drykkjulæti passa ekki í húsið. Það er eins og það er, Íslendingar fara á árshátíðir til að skemmta sér.“atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira
„Það er ekki gott að vera með mikið næturlíf í húsinu,“ segir Þórunn Sigurðardóttir, stjórnarformaður Ago, rekstrarfélags Hörpu. Allar árshátíðarbókanir í Hörpu hafa verið stoppaðar, en reynslan af slíkum skemmtunum hefur ekki verið góð að sögn Þórunnar. „Það er mjög mikil ásókn í að halda árshátíðir í Hörpu og við ætluðum að sjá hvort þetta væri hægt. Reynslan er því miður þannig að þetta virkar ekki saman,“ segir hún. „Við erum búin að fjalla um þetta í stjórninni og það verður tekið fyrir þetta.“ Ekki liggur fyrir hversu miklum tekjum Harpa verður af. Þórunn segir að verið sé að vinna úr þeim skemmtunum sem búið hafi verið að bóka þegar ákvörðunin var tekin og bætir við að ennþá sé möguleiki á því að halda minni skemmtanir. „Þetta verður í algjöru lágmarki og þá bara ef það er hægt að vera í lokuðum sal og ekki í neinum tengslum við viðburði í húsinu, tónleika og annað,“ segir hún. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa drykkjulæti árshátíðargesta verið ofboðsleg. Þá kom skemmtanahald niður á tónleikum Bjarkar í Hörpunni á dögunum þegar syrpa af Abba-lögum truflaði lágstemmdan hluta tónleika hennar, á meðan árshátíð fór fram fyrir utan Silfurbergssalinn. Þórunn staðfestir þetta. „Það varð einhver hljóðleki í smá stund og það á ekki að gerast,“ segir hún. „Það er óviðunandi að Björk sé trufluð af partítónlist í húsinu. Það gengur ekki. Það segir sig sjálft.“ Veisluhald verður þó áfram í Hörpu, en Þórunn segir mun vera á brúðkaupsveislum og árshátíðum. „Það er bara þannig að þetta eru sérhannaðir tónleikasalir sem eru mjög viðkvæmir,“ segir hún. „Það er ofboðslega mikill ágangur í þetta. Fólk langar að halda alls konar veislur og árshátíðir. Við erum að taka á því og skrúfa það algjörlega niður. Það er ekki hægt að gera allt í sama húsinu í einu. Árshátíðir þar sem verða mikil drykkjulæti passa ekki í húsið. Það er eins og það er, Íslendingar fara á árshátíðir til að skemmta sér.“atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira