Lífið

Fufanu hitar upp fyrir Red Hot Chili Peppers

Stefán Árni Pálsson skrifar
strákarnir í Fufanu.
strákarnir í Fufanu. vísir
Meðlimir Red Hot Chili Peppers hafa valið íslensku hljómsveitina Fufanu til að hita upp fyrir sig á tónleikum sínum í Nýju-Laugardalshöllinni þann 31. júlí en þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu Live.

Fufanu er íslensk elektrónísk rokkhljómsveit sem hefur verið lýst sem samruna ýmissa stefna þar sem póst-pönk mætir seigu synthapoppi. Bandið hefur áður hitað upp fyrir Damon Albarn, Blur og Radiohead sem og túrað um Bretland með The Vaccines og Evrópu með John Grant.

Hér er á ferðinni ein efnilegasta sveit landsins sem er nú þegar farin að vekja mikla og jákvæða athygli víða um heim. Þeir gáfu út plötuna Sports í febrúar af plötunni hafa verið gefin út þrjú lög og myndbönd; Sports, Bad Rockets og Liability.

Fufanu var persónulegt val strákanna í Red Hot Chili Peppers sem lögðust sjálfir í rannsóknarvinnu, kynntu sér hina blómlegu íslensku tónlistarsenu og báðu svo í kjölfarið sérstaklega um Fufanu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×