Frystar hvalaafurðir Hvals hf metnar á 3,6 milljarða Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. september 2016 19:30 Kristján Loftsson forstjóri og eigandi Hvals hf. 365/Anton Brink Frystar hvalaafurðir Hvals hf á síðasta ári voru metnar á 3,6 milljarða króna á síðasta fjárhagsári. Erfiðlega hefur gengið að koma kjötinu á markað í Japan og mun taka nokkrun tíma að klára birgðirnar. Frá árinu 2013 til september loka 2015 veiddi Hvalur h/f 426 dýr. Óseldar birgðir fyrirtækisins voru fyrir tveimur árum metnar á 1,8 milljarða króna en eru nú metnar á 3,6 milljarða. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi Hvals fyrir tímabilið 1. október 2014 til 30. september 2015 nam hagnaður fyrirtækisins 2,3 milljörðum króna. Afkoman var 752 milljónum lakari en árið á undan og skýrist hagnaðurinn alfarið af tekjum af eignarhlut Hvals í Vogun hf. en það á 33,7% hlut í HB Granda og 38,6% hlut í Hampiðjunni. Sala á afurðunum skilaði fyrirtækinu 1,3 milljörðum króna en útgerðin sem rekur meðal rekstur hvalveiðiskip Hvals og vinnslustöðvar í Hvalfirði, kostaði 1,9 milljarða. Eignir fyrirtækisins eru metnar á 26 milljarða en skuldir þess námu 9,9 milljörðum. Fyrirtækið greiddi hluthöfum sínum arð, alls 800 milljónir fyrr á þessu ári. Á síðustu þremur árum hefur fyrirtækið greitt hluthöfum sínum 2,6 milljarða í arð. Það mun taka fyrirtækið nokurn tíma að klára þær birgðir sem það á eftir síðasta ár en hindranir á Japansmarkaði hafa gert það að verkum að erfiðlega hefur gengið að koma kjötinu á markað þar. Ekki náðist í Kristján Loftsson, forstjóra Hvals við vinnslu fréttarinnar en í viðtali við Morgunblaðið í mars síðastliðnum sagði hann að fyrirtækið hefði aldrei hafið hvalveiðar að nýju árið 2006 ef forsvarsmenn fyrirtækisins hefðu vitað hvað var í vændum í Japan. Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Frystar hvalaafurðir Hvals hf á síðasta ári voru metnar á 3,6 milljarða króna á síðasta fjárhagsári. Erfiðlega hefur gengið að koma kjötinu á markað í Japan og mun taka nokkrun tíma að klára birgðirnar. Frá árinu 2013 til september loka 2015 veiddi Hvalur h/f 426 dýr. Óseldar birgðir fyrirtækisins voru fyrir tveimur árum metnar á 1,8 milljarða króna en eru nú metnar á 3,6 milljarða. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi Hvals fyrir tímabilið 1. október 2014 til 30. september 2015 nam hagnaður fyrirtækisins 2,3 milljörðum króna. Afkoman var 752 milljónum lakari en árið á undan og skýrist hagnaðurinn alfarið af tekjum af eignarhlut Hvals í Vogun hf. en það á 33,7% hlut í HB Granda og 38,6% hlut í Hampiðjunni. Sala á afurðunum skilaði fyrirtækinu 1,3 milljörðum króna en útgerðin sem rekur meðal rekstur hvalveiðiskip Hvals og vinnslustöðvar í Hvalfirði, kostaði 1,9 milljarða. Eignir fyrirtækisins eru metnar á 26 milljarða en skuldir þess námu 9,9 milljörðum. Fyrirtækið greiddi hluthöfum sínum arð, alls 800 milljónir fyrr á þessu ári. Á síðustu þremur árum hefur fyrirtækið greitt hluthöfum sínum 2,6 milljarða í arð. Það mun taka fyrirtækið nokurn tíma að klára þær birgðir sem það á eftir síðasta ár en hindranir á Japansmarkaði hafa gert það að verkum að erfiðlega hefur gengið að koma kjötinu á markað þar. Ekki náðist í Kristján Loftsson, forstjóra Hvals við vinnslu fréttarinnar en í viðtali við Morgunblaðið í mars síðastliðnum sagði hann að fyrirtækið hefði aldrei hafið hvalveiðar að nýju árið 2006 ef forsvarsmenn fyrirtækisins hefðu vitað hvað var í vændum í Japan.
Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira