Frosti vill fresta lögum um endurnýjanlegt eldsneyti Heimir Már Pétursson skrifar 13. nóvember 2013 16:59 mynd/pjetur Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins skoraði á Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra á Alþingi í dag, að fresta gildistöku laga sem taka eiga gildi um næstu áramót um notkun á endurnýjanlegu eldsneyti í samgöngum á landi. Frosti sagði efnafræðinginn Glúm Jón Björnsson hafa bent á að lögin muni valda miklum óþarfa kostnaði fyrir þjóðarbúið. Viðbótarkostnaðurinn felst í því að hér þarf að kaupa inn dýrara eldsneyti á bílaflotann en annars hefði verið. Fyrir árin 2014 til 2019 gæti sá kostnaðarauki numið fimm til sex milljörðum króna og það í gjaldeyri,“ sagði Frosti í umræðum um störf þingsins í dag. Enginn nema Alþingi krefjist þess að þessi lög taki gildi fyrir árið 2020. Lögin leiði ekki til minni mengunar. „Útblástur bifreiða verður síst minni þótt blandað verði með eldsneyti úr korni. Framleiðsla á eldsneyti með ræktarlandi hefur jafnframt verið harðlega gagnrýnd fyrir að leiða til hækkandi matvælaverðs í heiminum og hungursneyðar,“ sagði Frosti. Ef Íslendingar vilji í raun og veru draga úr mengun væri skynsamlegara að nota þessa sex milljarða til að niðurgreiða hvern innfluttan rafbíl um eina milljón sem dygði til niðurgreiðslu á sex þúsund bílum fyrir árið 2020. „Sá rafbílafloti hefði þann kost að að nýta hreina innlenda orku og draga úr útblástri koltvísýrings sem næmi um 35 þúsund tonnum árlega. Í stað þess að brenna sex milljörðum til kaupa á matarolíu og dýrum íblöndunarefnum mætti nýta fjárhæðina til að byggja upp verðmætan rafbílaflota sem myndi í raun og veru draga úr útblæstri í samgöngum,“ sagði Frosti. Hann skoraði því á iðnaðar- og viðskiptaráðherra að beita sér fyrir frestun gildistöku laganna til ársins 2020. Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins skoraði á Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra á Alþingi í dag, að fresta gildistöku laga sem taka eiga gildi um næstu áramót um notkun á endurnýjanlegu eldsneyti í samgöngum á landi. Frosti sagði efnafræðinginn Glúm Jón Björnsson hafa bent á að lögin muni valda miklum óþarfa kostnaði fyrir þjóðarbúið. Viðbótarkostnaðurinn felst í því að hér þarf að kaupa inn dýrara eldsneyti á bílaflotann en annars hefði verið. Fyrir árin 2014 til 2019 gæti sá kostnaðarauki numið fimm til sex milljörðum króna og það í gjaldeyri,“ sagði Frosti í umræðum um störf þingsins í dag. Enginn nema Alþingi krefjist þess að þessi lög taki gildi fyrir árið 2020. Lögin leiði ekki til minni mengunar. „Útblástur bifreiða verður síst minni þótt blandað verði með eldsneyti úr korni. Framleiðsla á eldsneyti með ræktarlandi hefur jafnframt verið harðlega gagnrýnd fyrir að leiða til hækkandi matvælaverðs í heiminum og hungursneyðar,“ sagði Frosti. Ef Íslendingar vilji í raun og veru draga úr mengun væri skynsamlegara að nota þessa sex milljarða til að niðurgreiða hvern innfluttan rafbíl um eina milljón sem dygði til niðurgreiðslu á sex þúsund bílum fyrir árið 2020. „Sá rafbílafloti hefði þann kost að að nýta hreina innlenda orku og draga úr útblástri koltvísýrings sem næmi um 35 þúsund tonnum árlega. Í stað þess að brenna sex milljörðum til kaupa á matarolíu og dýrum íblöndunarefnum mætti nýta fjárhæðina til að byggja upp verðmætan rafbílaflota sem myndi í raun og veru draga úr útblæstri í samgöngum,“ sagði Frosti. Hann skoraði því á iðnaðar- og viðskiptaráðherra að beita sér fyrir frestun gildistöku laganna til ársins 2020.
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira