Frosti vill fresta lögum um endurnýjanlegt eldsneyti Heimir Már Pétursson skrifar 13. nóvember 2013 16:59 mynd/pjetur Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins skoraði á Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra á Alþingi í dag, að fresta gildistöku laga sem taka eiga gildi um næstu áramót um notkun á endurnýjanlegu eldsneyti í samgöngum á landi. Frosti sagði efnafræðinginn Glúm Jón Björnsson hafa bent á að lögin muni valda miklum óþarfa kostnaði fyrir þjóðarbúið. Viðbótarkostnaðurinn felst í því að hér þarf að kaupa inn dýrara eldsneyti á bílaflotann en annars hefði verið. Fyrir árin 2014 til 2019 gæti sá kostnaðarauki numið fimm til sex milljörðum króna og það í gjaldeyri,“ sagði Frosti í umræðum um störf þingsins í dag. Enginn nema Alþingi krefjist þess að þessi lög taki gildi fyrir árið 2020. Lögin leiði ekki til minni mengunar. „Útblástur bifreiða verður síst minni þótt blandað verði með eldsneyti úr korni. Framleiðsla á eldsneyti með ræktarlandi hefur jafnframt verið harðlega gagnrýnd fyrir að leiða til hækkandi matvælaverðs í heiminum og hungursneyðar,“ sagði Frosti. Ef Íslendingar vilji í raun og veru draga úr mengun væri skynsamlegara að nota þessa sex milljarða til að niðurgreiða hvern innfluttan rafbíl um eina milljón sem dygði til niðurgreiðslu á sex þúsund bílum fyrir árið 2020. „Sá rafbílafloti hefði þann kost að að nýta hreina innlenda orku og draga úr útblástri koltvísýrings sem næmi um 35 þúsund tonnum árlega. Í stað þess að brenna sex milljörðum til kaupa á matarolíu og dýrum íblöndunarefnum mætti nýta fjárhæðina til að byggja upp verðmætan rafbílaflota sem myndi í raun og veru draga úr útblæstri í samgöngum,“ sagði Frosti. Hann skoraði því á iðnaðar- og viðskiptaráðherra að beita sér fyrir frestun gildistöku laganna til ársins 2020. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins skoraði á Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra á Alþingi í dag, að fresta gildistöku laga sem taka eiga gildi um næstu áramót um notkun á endurnýjanlegu eldsneyti í samgöngum á landi. Frosti sagði efnafræðinginn Glúm Jón Björnsson hafa bent á að lögin muni valda miklum óþarfa kostnaði fyrir þjóðarbúið. Viðbótarkostnaðurinn felst í því að hér þarf að kaupa inn dýrara eldsneyti á bílaflotann en annars hefði verið. Fyrir árin 2014 til 2019 gæti sá kostnaðarauki numið fimm til sex milljörðum króna og það í gjaldeyri,“ sagði Frosti í umræðum um störf þingsins í dag. Enginn nema Alþingi krefjist þess að þessi lög taki gildi fyrir árið 2020. Lögin leiði ekki til minni mengunar. „Útblástur bifreiða verður síst minni þótt blandað verði með eldsneyti úr korni. Framleiðsla á eldsneyti með ræktarlandi hefur jafnframt verið harðlega gagnrýnd fyrir að leiða til hækkandi matvælaverðs í heiminum og hungursneyðar,“ sagði Frosti. Ef Íslendingar vilji í raun og veru draga úr mengun væri skynsamlegara að nota þessa sex milljarða til að niðurgreiða hvern innfluttan rafbíl um eina milljón sem dygði til niðurgreiðslu á sex þúsund bílum fyrir árið 2020. „Sá rafbílafloti hefði þann kost að að nýta hreina innlenda orku og draga úr útblástri koltvísýrings sem næmi um 35 þúsund tonnum árlega. Í stað þess að brenna sex milljörðum til kaupa á matarolíu og dýrum íblöndunarefnum mætti nýta fjárhæðina til að byggja upp verðmætan rafbílaflota sem myndi í raun og veru draga úr útblæstri í samgöngum,“ sagði Frosti. Hann skoraði því á iðnaðar- og viðskiptaráðherra að beita sér fyrir frestun gildistöku laganna til ársins 2020.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira