Viðskipti innlent

Frosti ekki lengur til í áburðarverksmiðju

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Frosti segist sjálfur hafa "gúgglað“ málið og í kjölfarið skipt um skoðun.
Frosti segist sjálfur hafa "gúgglað“ málið og í kjölfarið skipt um skoðun. Vísir / Pjetur
Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, styður ekki lengur hugmyndir nokkurra félaga sinna í flokknum um að ríkið kanni hagkvæmni og möguleika á byggingu áburðarverksmiðju hér á landi. Hann var meðal flutningsmanna samskonar tillögu sem sami hópur flutti á síðasta ári en er ekki einn flutningsmanna tillögunnar sem Vísir sagði frá í gær.



„Ég hef haft síðan síðast tíma til að skoða þetta aðeins og við þá skoðun er ég orðinn frekar efins um að þetta sé hagkvæmur kostur á Íslandi,“ segir Frosti aðspurður um ástæður þess að hann er ekki lengur flutningsmaður tillögunnar.



Forsenda þess að verksmiðjan sé hagkvæm er áframhaldandi hækkun á markaðsverði áburðar. „Síðan hef ég að vera að „gúggla“ þetta sjálfur, hvernig þessi markaður snýr, og finnst það ekki líklegt.“



Frosti segist ekki vera búinn að gera upp við sig hvort hann muni kjósa með tillögunni, ef hún fer fyrir þingið. „Ég hef ekki ákveðið það. Það fer eftir hvaða upplýsingar koma fram í umræðunni,“ segir hann.



Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×