Innlent

Fríkirkjan opin öllum trú- og lífsskoðanafélögum

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Hjörtur Magni segir alla söfnuði velkomna í Fríkirkjuna.
Hjörtur Magni segir alla söfnuði velkomna í Fríkirkjuna. Fréttablaðið/Stefán
„Ég held að ég sé fyrsti forstöðumaður trúfélags sem fór að tala fyrir því að Siðmennt fengi stöðu á við önnur trúfélög og Fríkirkjan hefur alltaf verið þeim opin,“ segir Hjörtur Magni Jóhannsson, forstöðumaður Fríkirkjunnar í Reykjavík. Í næstu viku sé meðal annars útför í Fríkirkjunni á vegum Siðmenntar.

Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að Fossvogskirkja yrði lokuð fram að nóvemberlokum vegna viðhalds. Fossvogskirkja hefur verið sú kirkja innan Kirkjugarða prófastsdæma Reykjavíkur sem hefur verið nýtt undir athafnir annarra safnaða en kristinna. Samþykkt kirkjuþings um innri málefni Þjóðkirkjunnar tekur fyrir það að veraldlegar athafnir séu haldnar í rými Þjóðkirkjunnar.

„Ég hef fengið heilmikla gagnrýni frá Þjóðkirkjuprestum fyrir að hafa leyft slíkar athafnir og fyrir að taka þátt í þeim sjálfur hér í Fríkirkjunni,“ segir Hjörtur Magni.

„Ég er sannfærður um að Þjóðkirkjubyggingarnar um allt land eigi að vera öllum opnar því þær eru jú í eigu safnaðanna en þeir fá fjármagn frá ríkinu og Þjóðkirkjan er ríkisrekin stofnun. Hún á að vera opin öllum Íslendingum.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×