Framsóknarkonur gerðu grín að Moskumálinu: „Þið getið séð hana í búrku á Laugaveginum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. september 2014 19:14 „Við erum algjörar boðflennur og það var enginn að bjóða okkur, við vorum bara í húsinu,“ sagði Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, framsóknarkona, í samkvæmi stjórnmála- og hagfræðinema við Háskóla Íslands síðastliðið föstudagskvöld. Samkvæmið fór fram á Hverfisgötu 33 en skrifstofur Framsóknarflokksins eru í sama húsi. Guðfinna var í fylgd með flokkssystrum Vigdísi Hauksdóttur, Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, og Grétu Björgu Egilsdóttur og Jónu Björg Sætran. Voru þær í öðru samkvæmi í húsnæðinu og litu við hjá háskólanemunum. Guðfinna sagði einnig: „Þetta er allavega konan sem er á móti moskum í Reykjavík, sjáið hana. Engir múslimar, þið getið séð hana í búrku á Laugaveginum. Þetta er vonda konan, ég er góð,“ segir Guðfinna sem var greinilega meðvituð um að verið væri að taka mál hennar á myndband. „Af hverju ert þú að taka upp það sem ég er að segja,“ heyrðist til að mynda í Guðfinnu sem segir einnig í myndbandinu; „Ég settist í borgarstjórn í vor en ég hef engan áhuga á pólitík“.Fengu „selfie“ með Vigdísi Hauks Sveinbjörg og Guðfinna eru borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallavina í borgarstjórn en mikla athygli vakti þegar Sveinbjörg lýsti því yfir í samtali við Vísi að hún vildi afturkalla lóð til múslima, þar sem fyrirhugað er að byggja mosku. Sveinbjörg vildi að Reykvíkingar fengju að kjósa um málið. „Þetta var þannig að nemendafélögin höfðu tekið salinn til leigu þetta umrædda kvöld,“ segir nemi við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands í samtali við Vísi. Fengu nemendur meðal annars að taka mynd af sér með Vigdísi Hauksdóttur. „Við höfum oft verið í þessum sal áður en í þetta skiptið tókum við eftir því að Framsóknarflokkurinn sjálfur var á neðri hæðinni með samkvæmi sem við létum alveg í friði.“ „Klukkan hálf níu kemur Vigdís Hauksdóttir fyrst upp og blandar geði við liðið. Nokkuð margar selfies voru teknar með Vigdísi og hún endaði á því að flytja þessa ræðu. Hún virtist vera frekar ölvuð og það furðuðu sig allir á þessar framkomu og hlógu.“ „Síðan eru borgarfulltrúarnir báðir komnir upp og voru nú ekkert í mikið betra ástandi en Vigdís. Þegar þær höfðu gert sig að fífli var ákveðið að segja þetta gott enda voru þær allar boðflennur eins og kemur fram á upptökunni.“ Tengdar fréttir „Ég var nú ekkert sérstaklega drukkin“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina, neitar því að hún hafi verið mjög drukkin sl. föstudagskvöld. 23. september 2014 09:38 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
„Við erum algjörar boðflennur og það var enginn að bjóða okkur, við vorum bara í húsinu,“ sagði Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, framsóknarkona, í samkvæmi stjórnmála- og hagfræðinema við Háskóla Íslands síðastliðið föstudagskvöld. Samkvæmið fór fram á Hverfisgötu 33 en skrifstofur Framsóknarflokksins eru í sama húsi. Guðfinna var í fylgd með flokkssystrum Vigdísi Hauksdóttur, Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, og Grétu Björgu Egilsdóttur og Jónu Björg Sætran. Voru þær í öðru samkvæmi í húsnæðinu og litu við hjá háskólanemunum. Guðfinna sagði einnig: „Þetta er allavega konan sem er á móti moskum í Reykjavík, sjáið hana. Engir múslimar, þið getið séð hana í búrku á Laugaveginum. Þetta er vonda konan, ég er góð,“ segir Guðfinna sem var greinilega meðvituð um að verið væri að taka mál hennar á myndband. „Af hverju ert þú að taka upp það sem ég er að segja,“ heyrðist til að mynda í Guðfinnu sem segir einnig í myndbandinu; „Ég settist í borgarstjórn í vor en ég hef engan áhuga á pólitík“.Fengu „selfie“ með Vigdísi Hauks Sveinbjörg og Guðfinna eru borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallavina í borgarstjórn en mikla athygli vakti þegar Sveinbjörg lýsti því yfir í samtali við Vísi að hún vildi afturkalla lóð til múslima, þar sem fyrirhugað er að byggja mosku. Sveinbjörg vildi að Reykvíkingar fengju að kjósa um málið. „Þetta var þannig að nemendafélögin höfðu tekið salinn til leigu þetta umrædda kvöld,“ segir nemi við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands í samtali við Vísi. Fengu nemendur meðal annars að taka mynd af sér með Vigdísi Hauksdóttur. „Við höfum oft verið í þessum sal áður en í þetta skiptið tókum við eftir því að Framsóknarflokkurinn sjálfur var á neðri hæðinni með samkvæmi sem við létum alveg í friði.“ „Klukkan hálf níu kemur Vigdís Hauksdóttir fyrst upp og blandar geði við liðið. Nokkuð margar selfies voru teknar með Vigdísi og hún endaði á því að flytja þessa ræðu. Hún virtist vera frekar ölvuð og það furðuðu sig allir á þessar framkomu og hlógu.“ „Síðan eru borgarfulltrúarnir báðir komnir upp og voru nú ekkert í mikið betra ástandi en Vigdís. Þegar þær höfðu gert sig að fífli var ákveðið að segja þetta gott enda voru þær allar boðflennur eins og kemur fram á upptökunni.“
Tengdar fréttir „Ég var nú ekkert sérstaklega drukkin“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina, neitar því að hún hafi verið mjög drukkin sl. föstudagskvöld. 23. september 2014 09:38 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
„Ég var nú ekkert sérstaklega drukkin“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina, neitar því að hún hafi verið mjög drukkin sl. föstudagskvöld. 23. september 2014 09:38