Viðskipti erlent

Framkvæmdastjóri SeaWorld segir af sér

Atli Ísleifsson skrifar
SeaWorld starfrækir ellefu skemmtigarða á heimsvísu.
SeaWorld starfrækir ellefu skemmtigarða á heimsvísu. Vísir/AFP
Jim Atchison, framkvæmdastjóri bandaríska skemmtigarðakeðjunnar SeaWorld, hefur ákveðið að hætta störfum. SeaWorld hefur mistekist að lokka til sín gesti í kjölfar heimildarmyndarinnar Blackfish sem frumsýnd var á síðasta ári þar sem meðferð SeaWorld á háhyrningum var harðlega gagnrýnd.

Forsvarsmenn garðsins greindu frá því í ágúst síðastliðinn að heimildarmyndin hafi skaðað garðinn og hefur gengi hlutabréfa í garðinum fallið um 44 prósent það sem af er ári.

Í tilkynningu frá SeaWorld segir að stjórnarformaðurinn David F D'Alessandro muni til bráðabirgða gegna stöðu framkvæmdastjóra og að garðurinn muni halda hagræðingaráformum sínum áfram með það að markmiði að spara 50 milljónir Bandaríkjadala fyrir árslok 2015.

Í frétt BBC kemur fram að endurskipulagning rekstrarins muni meðal annars felast í fækkun stöðugilda. SeaWorld starfrækir ellefu skemmtigarða á heimsvísu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×