Frægasti tollari landsins fékk óvæntan næturgest Birgir Olgeirsson skrifar 18. október 2016 15:08 "Hann var svo fullur að ég gat ekki vakið hann,“ segir Guðbjörn um Kanadamanninn sem gist óboðinn á sófa heima hjá honum í nótt. Vísir/Getty „Hann var svo fullur að ég gat ekki vakið hann,“ segir Guðbjörn Guðbjörnsson, sem er líkast til einn þekktasti tollvörður landsins en hann gerði áður garðinn frægan sem óperusöngvari. Guðbjörn er þar að tala um Kanadamanninn sem hafði óvænt fundið sér næturstað í sófa á heimili hans í Keflavík í nótt.Lögreglan á Suðurnesjum greindi frá þessu fyrr í dag en Guðbjörn segist hafa rumskað um klukkan hálf sex í morgun við eitthvað píp í síma á heimili sínu í Hæðargötu í Keflavík og farið fram til að athuga það. Hann segist hafa séð mótað fyrir manneskju í sófanum í sjónvarpsherberginu sem hann taldi í fyrstu allt saman eiga sér eðlilegar skýringar. Hann fór því og fékk sér kaffi en eftir að hafa lokið við bollann ákvað hann að athuga betur málið og séð þá Kanadamanninn sem hann kannaðist ekkert við í sófanum sínum. „Hann var allur útataður í mold og hafði því mögulega hrasað einhvers staðar,“ segir Guðbjörn í samtali við Vísi um málið. „Það var engin leið að vekja hann,“ segir Guðbjörn sem hringdi í lögregluna og í kjölfarið mættu fjórir fílefldir lögreglumenn á vettvang sem náðu að vekja Kanadamanninn. Hann gat greint lögreglumönnum frá því hver hann væri og sannað það með því að framvísa skilríkjum. „Hann var mjög skömmustulegur og baðst afsökunar,“ segir Guðbjörn. Kanadamaðurinn er ferðamaður hér á landi og hafði verið í gleðskap í Keflavík með vinum sínum um nóttina. Hann varð síðan viðskila við vina sína en hann gat með engu móti svarað lögreglu hvernig hann endaði í sófanum heima hjá Guðbirni. Guðbjörn segist þó hafa skilið eftir opinn glugga í þvottahúsinu heima hjá sér og þannig hafi Kanadamaðurinn komist hinn. „Hann var vafalaust orðinn blautur og kaldur í ókunnugum bæ og reynt að komast í skjól, sem hann fann,“ segir Guðbjörn sem segir þetta atvik hafa verið hið hressilegasta fyrir sig en honum hafi ekki brugðið við að sjá Kanadamanninn inni á heimili sínu, enda fengist við ýmislegt á ferli sínum bæði sem lögreglumaður og tollvörður. Þegar Kanadamaðurinn hafði beðist afsökunar var honum ekið á tjaldsvæðið í Reykjanesbæ, þar sem camper-bíllinn sem hann og vinir hans hafa á leigu hér á landi var lagður, og lauk þar með þessu súra næturævintýri hans hér á Íslandi. Tengdar fréttir Vaknaði með óboðinn gest á stofusófanum Lögreglan á Suðurnesjum var kölluð til þegar íbúi kom að ferðamanni sofandi í stofunni. 18. október 2016 13:48 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
„Hann var svo fullur að ég gat ekki vakið hann,“ segir Guðbjörn Guðbjörnsson, sem er líkast til einn þekktasti tollvörður landsins en hann gerði áður garðinn frægan sem óperusöngvari. Guðbjörn er þar að tala um Kanadamanninn sem hafði óvænt fundið sér næturstað í sófa á heimili hans í Keflavík í nótt.Lögreglan á Suðurnesjum greindi frá þessu fyrr í dag en Guðbjörn segist hafa rumskað um klukkan hálf sex í morgun við eitthvað píp í síma á heimili sínu í Hæðargötu í Keflavík og farið fram til að athuga það. Hann segist hafa séð mótað fyrir manneskju í sófanum í sjónvarpsherberginu sem hann taldi í fyrstu allt saman eiga sér eðlilegar skýringar. Hann fór því og fékk sér kaffi en eftir að hafa lokið við bollann ákvað hann að athuga betur málið og séð þá Kanadamanninn sem hann kannaðist ekkert við í sófanum sínum. „Hann var allur útataður í mold og hafði því mögulega hrasað einhvers staðar,“ segir Guðbjörn í samtali við Vísi um málið. „Það var engin leið að vekja hann,“ segir Guðbjörn sem hringdi í lögregluna og í kjölfarið mættu fjórir fílefldir lögreglumenn á vettvang sem náðu að vekja Kanadamanninn. Hann gat greint lögreglumönnum frá því hver hann væri og sannað það með því að framvísa skilríkjum. „Hann var mjög skömmustulegur og baðst afsökunar,“ segir Guðbjörn. Kanadamaðurinn er ferðamaður hér á landi og hafði verið í gleðskap í Keflavík með vinum sínum um nóttina. Hann varð síðan viðskila við vina sína en hann gat með engu móti svarað lögreglu hvernig hann endaði í sófanum heima hjá Guðbirni. Guðbjörn segist þó hafa skilið eftir opinn glugga í þvottahúsinu heima hjá sér og þannig hafi Kanadamaðurinn komist hinn. „Hann var vafalaust orðinn blautur og kaldur í ókunnugum bæ og reynt að komast í skjól, sem hann fann,“ segir Guðbjörn sem segir þetta atvik hafa verið hið hressilegasta fyrir sig en honum hafi ekki brugðið við að sjá Kanadamanninn inni á heimili sínu, enda fengist við ýmislegt á ferli sínum bæði sem lögreglumaður og tollvörður. Þegar Kanadamaðurinn hafði beðist afsökunar var honum ekið á tjaldsvæðið í Reykjanesbæ, þar sem camper-bíllinn sem hann og vinir hans hafa á leigu hér á landi var lagður, og lauk þar með þessu súra næturævintýri hans hér á Íslandi.
Tengdar fréttir Vaknaði með óboðinn gest á stofusófanum Lögreglan á Suðurnesjum var kölluð til þegar íbúi kom að ferðamanni sofandi í stofunni. 18. október 2016 13:48 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Vaknaði með óboðinn gest á stofusófanum Lögreglan á Suðurnesjum var kölluð til þegar íbúi kom að ferðamanni sofandi í stofunni. 18. október 2016 13:48