Frægasti tollari landsins fékk óvæntan næturgest Birgir Olgeirsson skrifar 18. október 2016 15:08 "Hann var svo fullur að ég gat ekki vakið hann,“ segir Guðbjörn um Kanadamanninn sem gist óboðinn á sófa heima hjá honum í nótt. Vísir/Getty „Hann var svo fullur að ég gat ekki vakið hann,“ segir Guðbjörn Guðbjörnsson, sem er líkast til einn þekktasti tollvörður landsins en hann gerði áður garðinn frægan sem óperusöngvari. Guðbjörn er þar að tala um Kanadamanninn sem hafði óvænt fundið sér næturstað í sófa á heimili hans í Keflavík í nótt.Lögreglan á Suðurnesjum greindi frá þessu fyrr í dag en Guðbjörn segist hafa rumskað um klukkan hálf sex í morgun við eitthvað píp í síma á heimili sínu í Hæðargötu í Keflavík og farið fram til að athuga það. Hann segist hafa séð mótað fyrir manneskju í sófanum í sjónvarpsherberginu sem hann taldi í fyrstu allt saman eiga sér eðlilegar skýringar. Hann fór því og fékk sér kaffi en eftir að hafa lokið við bollann ákvað hann að athuga betur málið og séð þá Kanadamanninn sem hann kannaðist ekkert við í sófanum sínum. „Hann var allur útataður í mold og hafði því mögulega hrasað einhvers staðar,“ segir Guðbjörn í samtali við Vísi um málið. „Það var engin leið að vekja hann,“ segir Guðbjörn sem hringdi í lögregluna og í kjölfarið mættu fjórir fílefldir lögreglumenn á vettvang sem náðu að vekja Kanadamanninn. Hann gat greint lögreglumönnum frá því hver hann væri og sannað það með því að framvísa skilríkjum. „Hann var mjög skömmustulegur og baðst afsökunar,“ segir Guðbjörn. Kanadamaðurinn er ferðamaður hér á landi og hafði verið í gleðskap í Keflavík með vinum sínum um nóttina. Hann varð síðan viðskila við vina sína en hann gat með engu móti svarað lögreglu hvernig hann endaði í sófanum heima hjá Guðbirni. Guðbjörn segist þó hafa skilið eftir opinn glugga í þvottahúsinu heima hjá sér og þannig hafi Kanadamaðurinn komist hinn. „Hann var vafalaust orðinn blautur og kaldur í ókunnugum bæ og reynt að komast í skjól, sem hann fann,“ segir Guðbjörn sem segir þetta atvik hafa verið hið hressilegasta fyrir sig en honum hafi ekki brugðið við að sjá Kanadamanninn inni á heimili sínu, enda fengist við ýmislegt á ferli sínum bæði sem lögreglumaður og tollvörður. Þegar Kanadamaðurinn hafði beðist afsökunar var honum ekið á tjaldsvæðið í Reykjanesbæ, þar sem camper-bíllinn sem hann og vinir hans hafa á leigu hér á landi var lagður, og lauk þar með þessu súra næturævintýri hans hér á Íslandi. Tengdar fréttir Vaknaði með óboðinn gest á stofusófanum Lögreglan á Suðurnesjum var kölluð til þegar íbúi kom að ferðamanni sofandi í stofunni. 18. október 2016 13:48 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
„Hann var svo fullur að ég gat ekki vakið hann,“ segir Guðbjörn Guðbjörnsson, sem er líkast til einn þekktasti tollvörður landsins en hann gerði áður garðinn frægan sem óperusöngvari. Guðbjörn er þar að tala um Kanadamanninn sem hafði óvænt fundið sér næturstað í sófa á heimili hans í Keflavík í nótt.Lögreglan á Suðurnesjum greindi frá þessu fyrr í dag en Guðbjörn segist hafa rumskað um klukkan hálf sex í morgun við eitthvað píp í síma á heimili sínu í Hæðargötu í Keflavík og farið fram til að athuga það. Hann segist hafa séð mótað fyrir manneskju í sófanum í sjónvarpsherberginu sem hann taldi í fyrstu allt saman eiga sér eðlilegar skýringar. Hann fór því og fékk sér kaffi en eftir að hafa lokið við bollann ákvað hann að athuga betur málið og séð þá Kanadamanninn sem hann kannaðist ekkert við í sófanum sínum. „Hann var allur útataður í mold og hafði því mögulega hrasað einhvers staðar,“ segir Guðbjörn í samtali við Vísi um málið. „Það var engin leið að vekja hann,“ segir Guðbjörn sem hringdi í lögregluna og í kjölfarið mættu fjórir fílefldir lögreglumenn á vettvang sem náðu að vekja Kanadamanninn. Hann gat greint lögreglumönnum frá því hver hann væri og sannað það með því að framvísa skilríkjum. „Hann var mjög skömmustulegur og baðst afsökunar,“ segir Guðbjörn. Kanadamaðurinn er ferðamaður hér á landi og hafði verið í gleðskap í Keflavík með vinum sínum um nóttina. Hann varð síðan viðskila við vina sína en hann gat með engu móti svarað lögreglu hvernig hann endaði í sófanum heima hjá Guðbirni. Guðbjörn segist þó hafa skilið eftir opinn glugga í þvottahúsinu heima hjá sér og þannig hafi Kanadamaðurinn komist hinn. „Hann var vafalaust orðinn blautur og kaldur í ókunnugum bæ og reynt að komast í skjól, sem hann fann,“ segir Guðbjörn sem segir þetta atvik hafa verið hið hressilegasta fyrir sig en honum hafi ekki brugðið við að sjá Kanadamanninn inni á heimili sínu, enda fengist við ýmislegt á ferli sínum bæði sem lögreglumaður og tollvörður. Þegar Kanadamaðurinn hafði beðist afsökunar var honum ekið á tjaldsvæðið í Reykjanesbæ, þar sem camper-bíllinn sem hann og vinir hans hafa á leigu hér á landi var lagður, og lauk þar með þessu súra næturævintýri hans hér á Íslandi.
Tengdar fréttir Vaknaði með óboðinn gest á stofusófanum Lögreglan á Suðurnesjum var kölluð til þegar íbúi kom að ferðamanni sofandi í stofunni. 18. október 2016 13:48 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Vaknaði með óboðinn gest á stofusófanum Lögreglan á Suðurnesjum var kölluð til þegar íbúi kom að ferðamanni sofandi í stofunni. 18. október 2016 13:48