Frægasti tollari landsins fékk óvæntan næturgest Birgir Olgeirsson skrifar 18. október 2016 15:08 "Hann var svo fullur að ég gat ekki vakið hann,“ segir Guðbjörn um Kanadamanninn sem gist óboðinn á sófa heima hjá honum í nótt. Vísir/Getty „Hann var svo fullur að ég gat ekki vakið hann,“ segir Guðbjörn Guðbjörnsson, sem er líkast til einn þekktasti tollvörður landsins en hann gerði áður garðinn frægan sem óperusöngvari. Guðbjörn er þar að tala um Kanadamanninn sem hafði óvænt fundið sér næturstað í sófa á heimili hans í Keflavík í nótt.Lögreglan á Suðurnesjum greindi frá þessu fyrr í dag en Guðbjörn segist hafa rumskað um klukkan hálf sex í morgun við eitthvað píp í síma á heimili sínu í Hæðargötu í Keflavík og farið fram til að athuga það. Hann segist hafa séð mótað fyrir manneskju í sófanum í sjónvarpsherberginu sem hann taldi í fyrstu allt saman eiga sér eðlilegar skýringar. Hann fór því og fékk sér kaffi en eftir að hafa lokið við bollann ákvað hann að athuga betur málið og séð þá Kanadamanninn sem hann kannaðist ekkert við í sófanum sínum. „Hann var allur útataður í mold og hafði því mögulega hrasað einhvers staðar,“ segir Guðbjörn í samtali við Vísi um málið. „Það var engin leið að vekja hann,“ segir Guðbjörn sem hringdi í lögregluna og í kjölfarið mættu fjórir fílefldir lögreglumenn á vettvang sem náðu að vekja Kanadamanninn. Hann gat greint lögreglumönnum frá því hver hann væri og sannað það með því að framvísa skilríkjum. „Hann var mjög skömmustulegur og baðst afsökunar,“ segir Guðbjörn. Kanadamaðurinn er ferðamaður hér á landi og hafði verið í gleðskap í Keflavík með vinum sínum um nóttina. Hann varð síðan viðskila við vina sína en hann gat með engu móti svarað lögreglu hvernig hann endaði í sófanum heima hjá Guðbirni. Guðbjörn segist þó hafa skilið eftir opinn glugga í þvottahúsinu heima hjá sér og þannig hafi Kanadamaðurinn komist hinn. „Hann var vafalaust orðinn blautur og kaldur í ókunnugum bæ og reynt að komast í skjól, sem hann fann,“ segir Guðbjörn sem segir þetta atvik hafa verið hið hressilegasta fyrir sig en honum hafi ekki brugðið við að sjá Kanadamanninn inni á heimili sínu, enda fengist við ýmislegt á ferli sínum bæði sem lögreglumaður og tollvörður. Þegar Kanadamaðurinn hafði beðist afsökunar var honum ekið á tjaldsvæðið í Reykjanesbæ, þar sem camper-bíllinn sem hann og vinir hans hafa á leigu hér á landi var lagður, og lauk þar með þessu súra næturævintýri hans hér á Íslandi. Tengdar fréttir Vaknaði með óboðinn gest á stofusófanum Lögreglan á Suðurnesjum var kölluð til þegar íbúi kom að ferðamanni sofandi í stofunni. 18. október 2016 13:48 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Sjá meira
„Hann var svo fullur að ég gat ekki vakið hann,“ segir Guðbjörn Guðbjörnsson, sem er líkast til einn þekktasti tollvörður landsins en hann gerði áður garðinn frægan sem óperusöngvari. Guðbjörn er þar að tala um Kanadamanninn sem hafði óvænt fundið sér næturstað í sófa á heimili hans í Keflavík í nótt.Lögreglan á Suðurnesjum greindi frá þessu fyrr í dag en Guðbjörn segist hafa rumskað um klukkan hálf sex í morgun við eitthvað píp í síma á heimili sínu í Hæðargötu í Keflavík og farið fram til að athuga það. Hann segist hafa séð mótað fyrir manneskju í sófanum í sjónvarpsherberginu sem hann taldi í fyrstu allt saman eiga sér eðlilegar skýringar. Hann fór því og fékk sér kaffi en eftir að hafa lokið við bollann ákvað hann að athuga betur málið og séð þá Kanadamanninn sem hann kannaðist ekkert við í sófanum sínum. „Hann var allur útataður í mold og hafði því mögulega hrasað einhvers staðar,“ segir Guðbjörn í samtali við Vísi um málið. „Það var engin leið að vekja hann,“ segir Guðbjörn sem hringdi í lögregluna og í kjölfarið mættu fjórir fílefldir lögreglumenn á vettvang sem náðu að vekja Kanadamanninn. Hann gat greint lögreglumönnum frá því hver hann væri og sannað það með því að framvísa skilríkjum. „Hann var mjög skömmustulegur og baðst afsökunar,“ segir Guðbjörn. Kanadamaðurinn er ferðamaður hér á landi og hafði verið í gleðskap í Keflavík með vinum sínum um nóttina. Hann varð síðan viðskila við vina sína en hann gat með engu móti svarað lögreglu hvernig hann endaði í sófanum heima hjá Guðbirni. Guðbjörn segist þó hafa skilið eftir opinn glugga í þvottahúsinu heima hjá sér og þannig hafi Kanadamaðurinn komist hinn. „Hann var vafalaust orðinn blautur og kaldur í ókunnugum bæ og reynt að komast í skjól, sem hann fann,“ segir Guðbjörn sem segir þetta atvik hafa verið hið hressilegasta fyrir sig en honum hafi ekki brugðið við að sjá Kanadamanninn inni á heimili sínu, enda fengist við ýmislegt á ferli sínum bæði sem lögreglumaður og tollvörður. Þegar Kanadamaðurinn hafði beðist afsökunar var honum ekið á tjaldsvæðið í Reykjanesbæ, þar sem camper-bíllinn sem hann og vinir hans hafa á leigu hér á landi var lagður, og lauk þar með þessu súra næturævintýri hans hér á Íslandi.
Tengdar fréttir Vaknaði með óboðinn gest á stofusófanum Lögreglan á Suðurnesjum var kölluð til þegar íbúi kom að ferðamanni sofandi í stofunni. 18. október 2016 13:48 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Sjá meira
Vaknaði með óboðinn gest á stofusófanum Lögreglan á Suðurnesjum var kölluð til þegar íbúi kom að ferðamanni sofandi í stofunni. 18. október 2016 13:48