Fræða mest um intersex og transfólk Sæunn Gísladóttir skrifar 24. ágúst 2016 07:00 Víðistaðaskóli er fyrsti skólinn sem fær heimsókn frá Samtökunum ´78. Mynd/Vifgús Hallgrímsson Hinsegin fræðsla á vegum Samtakanna ’78 hófst í síðustu viku í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Starfsfólk allra grunnskóla í Hafnarfirði mun fá fræðslu fyrir lok skólaársins. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, fræðslufulltrúi samtakanna, sem hélt fyrirlesturinn, segir viðbrögðin hafa verið mjög jákvæð. Hún segir vonir um að fá að koma á fræðslu í fleiri sveitarfélögum landsins. Fræðsla fyrir starfsfólk grunnskóla er einn liður af fjórum í samkomulagi sem Hafnarfjarðarbær gerði við Samtökin ’78. Auk fræðslu fyrir starfsfólk verður árleg fræðsla í áttunda bekk fyrir nemendur og ungmenni úr Hafnarfirði geta leitað eftir þjónustu Samtakanna ’78 eftir þörfum án endurgjalds. „Við fengum rosa góðar móttökur. Eftir fræðsluna fylltu kennararnir út miða þar sem þeir voru að meta fræðsluna og það var yfirgnæfandi meirihluti sem fannst þetta vera mjög gagnlegt. Við erum í skýjunum yfir því hvað þetta tókst vel,“ segir Ugla Stefanía. Í september byrjar svo fræðsla fyrir nemendur í áttunda bekk. Ugla Stefanía segir mikilvægt að fræða starfsfólk jafnt sem nemendur. „Þetta er einn hluti af því að gera starfsfólk hæfara til að taka á alls konar fólki. Það er mikilvægt að kennarar og starfsfólk séu meðvituð um hinsegin málefni og séu í stakk búin til að hjálpa nemendum sem eru að koma út úr skápnum hvort sem þeir eru samkynhneigðir eða trans.“ Ugla Stefanía segir fræðsluna snúa mikið að trans og intersex málefnum. „Það eru málefni sem fólk hefur ekki rosalega mikla vitneskju um. Það er kannski aðallega að fólk fái að heyra af fjölbreytileikanum.“ Samtökin ’78 eru með samning við Reykjavíkurborg um fræðslu fyrir starfsfólk og nemendur í skólum þar. „Það er okkar von að fleiri sveitarfélög muni vilja gera samning við okkur. Við vitum að við gerum þetta vel og erum fagmannleg í því sem við gerum. Við erum í stakk búin að takast á við það ef fleiri sveitarfélög sjá tækifæri í að fá okkur,“ segir Ugla Stefanía.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kópavogur með hinsegin fræðslu í aðalnámskrá Starfsfólk grunnskóla í Kópavogi fær sérstaka fræðslu næsta vetur um málefni hinsegin fólks. Bæjarráð samþykkti tillögu þessa efnis í síðustu viku. 13. maí 2016 07:00 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Hinsegin fræðsla á vegum Samtakanna ’78 hófst í síðustu viku í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Starfsfólk allra grunnskóla í Hafnarfirði mun fá fræðslu fyrir lok skólaársins. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, fræðslufulltrúi samtakanna, sem hélt fyrirlesturinn, segir viðbrögðin hafa verið mjög jákvæð. Hún segir vonir um að fá að koma á fræðslu í fleiri sveitarfélögum landsins. Fræðsla fyrir starfsfólk grunnskóla er einn liður af fjórum í samkomulagi sem Hafnarfjarðarbær gerði við Samtökin ’78. Auk fræðslu fyrir starfsfólk verður árleg fræðsla í áttunda bekk fyrir nemendur og ungmenni úr Hafnarfirði geta leitað eftir þjónustu Samtakanna ’78 eftir þörfum án endurgjalds. „Við fengum rosa góðar móttökur. Eftir fræðsluna fylltu kennararnir út miða þar sem þeir voru að meta fræðsluna og það var yfirgnæfandi meirihluti sem fannst þetta vera mjög gagnlegt. Við erum í skýjunum yfir því hvað þetta tókst vel,“ segir Ugla Stefanía. Í september byrjar svo fræðsla fyrir nemendur í áttunda bekk. Ugla Stefanía segir mikilvægt að fræða starfsfólk jafnt sem nemendur. „Þetta er einn hluti af því að gera starfsfólk hæfara til að taka á alls konar fólki. Það er mikilvægt að kennarar og starfsfólk séu meðvituð um hinsegin málefni og séu í stakk búin til að hjálpa nemendum sem eru að koma út úr skápnum hvort sem þeir eru samkynhneigðir eða trans.“ Ugla Stefanía segir fræðsluna snúa mikið að trans og intersex málefnum. „Það eru málefni sem fólk hefur ekki rosalega mikla vitneskju um. Það er kannski aðallega að fólk fái að heyra af fjölbreytileikanum.“ Samtökin ’78 eru með samning við Reykjavíkurborg um fræðslu fyrir starfsfólk og nemendur í skólum þar. „Það er okkar von að fleiri sveitarfélög muni vilja gera samning við okkur. Við vitum að við gerum þetta vel og erum fagmannleg í því sem við gerum. Við erum í stakk búin að takast á við það ef fleiri sveitarfélög sjá tækifæri í að fá okkur,“ segir Ugla Stefanía.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kópavogur með hinsegin fræðslu í aðalnámskrá Starfsfólk grunnskóla í Kópavogi fær sérstaka fræðslu næsta vetur um málefni hinsegin fólks. Bæjarráð samþykkti tillögu þessa efnis í síðustu viku. 13. maí 2016 07:00 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Kópavogur með hinsegin fræðslu í aðalnámskrá Starfsfólk grunnskóla í Kópavogi fær sérstaka fræðslu næsta vetur um málefni hinsegin fólks. Bæjarráð samþykkti tillögu þessa efnis í síðustu viku. 13. maí 2016 07:00