FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR NÝJAST 10:10

Endurupptökunefndin kynnir niđurstöđu sína í dag

FRÉTTIR

Forstjóra Fáfnis sagt upp

 
Viđskipti innlent
07:00 18. DESEMBER 2015
Steingrímur Erlingsson kynnti hugmyndir sínar á fundi međ VÍB í nóvember fyrir ári.
Steingrímur Erlingsson kynnti hugmyndir sínar á fundi međ VÍB í nóvember fyrir ári. MYND/ÍSLANDSBANKI

Steingrími Erlingssyni, forstjóra og stofnanda Fáfnis Off­shore, var sagt upp störfum í vikunni. Þetta staðfestir Bjarni Ármannsson, stjórnar­formaður Fáfnis.

Bjarni vill ekki tjá sig um ástæðu uppsagnarinnar. Hann segir enga breytingu á hluthafahópnum. Steingrímur á 21 prósents hlut í Fáfni.

Fáfnir rekur olíuþjónustuskipið Polarsyssel, sem kostaði 5 milljarða króna á núverandi gengi. Kreppa er í olíuþjónustuiðnaðinum og olíuverð hefur fallið um ríflega helming síðan Fáfnir fékk Polarsyssel afhent haustið 2014. Fáfnir gerði nýlega viðbótarsamning við sýslumanninn á Svalbarða þar sem Polarsyssel verður í útleigu níu mánuði á ári.

Fáfnir er með annað enn stærra og dýrara olíuþjónustuskip í smíðum en afhendingu þess hefur verið frestað nokkrum sinnum vegna erfiðra markaðsaðstæðna, nú síðast fram til ársins 2017. Fáfnir var rekinn með 50 milljóna króna tapi á síðasta ári.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Viđskipti / Viđskipti innlent / Forstjóra Fáfnis sagt upp
Fara efst