Forsætisráðherra vill fánann á íslenskar vörur Heimir Már Pétursson skrifar 21. apríl 2015 18:30 Forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi um frjálsari notkun á þjóðfánanum á vörur ýmis konar og hönnun á Alþingi í dag. Þá mælti hann einnig fyrir frumvarpi um verndun byggðaheilda sem hann segir mikilvæga bæði varðandi eldri byggðahluta og nýrri. Almennrar íhaldssemi hefur gætt í íslenskum lögum varðandi notkun á fánanum á vörum ýmis konar. En í Danmörku t.d. er varla hægt að kaupa oststykki án þess að danski fáninn sé á umbúðunum. Nú stendur þetta til bóta samvæmt frumvarpi sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mælti fyrir í dag. Samkvæmt frumvarpinu verður almennt heimilt að setja íslenska fánann á íslenskrar vörur, hönnun og hugverk undir eftirliti Neytendastofu en í dag þarf forsætisráðuneytið að gefa slíka heimild í hvert skipti. Í frumvarpinu eru skilgreiningar t.a.m. varðandi matvöru sem hefð er fyrir framleiðslu á á Íslandi í 30 ár eða lengur, þótt hráefnið sé ekki íslenskt. Sömuleiðis mætti framleiða ýmsar vörur í útlöndum sem hannaðar eru af íslenskum hönnuðum og setja íslenska fánann á þær. „Það hefur verið töluverð ásókn í það að nota íslenska fánann til að merkja ýmis konar vörur sem framleiddar eru hér á landi. Það er því verið að bregðast við beiðni fjölmargra samtaka, framleiðenda alls konar íslenskrar vöru, sem telja feng í að geta merkt vöruna Íslandi,“ segir Sigmundur Davíð. Mál sem þetta hefur verið flutt nokkrum sinnum áður á Alþingi en nú liggja nákvæmari skilgreiningar fyrir þannig að forsætisráðherra vonar að sátt takist um málið. „Menn hafa séð að ýmsar aðrar þjóðir nýta mjög mikið þjóðfána sinn til að kynna sína framleiðslu. Ég nefni sem dæmi Norðmenn sem stimpla fjölmargar vörur með norska fánanum. Hin Norðurlöndin nýta reyndar líka mikið sína þjóðfána,“ segir Sigmundur Davíð. Þá mælti forsætisráðherra í dag einnig fyrir frumvarpi um verndun byggðaheilda bæði í bæjum og á landsbyggðinni. Hann segir byggðaheildir oft skapa aðdráttarafl og verndun þeirra stuðli oft að metnaði í viðhaldi eins og dæmin sanni annarsstaðar. Þetta eigi bæði við um gömul hverfi og nútíma byggingalist. „Og raunar hafa oft og tíðum svæði sem standa saman af nútímabyggingalist fengið svona skilgreiningu. Því þar vilja menn líka vernda sérkennin og viðhalda þeim,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Alþingi Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi um frjálsari notkun á þjóðfánanum á vörur ýmis konar og hönnun á Alþingi í dag. Þá mælti hann einnig fyrir frumvarpi um verndun byggðaheilda sem hann segir mikilvæga bæði varðandi eldri byggðahluta og nýrri. Almennrar íhaldssemi hefur gætt í íslenskum lögum varðandi notkun á fánanum á vörum ýmis konar. En í Danmörku t.d. er varla hægt að kaupa oststykki án þess að danski fáninn sé á umbúðunum. Nú stendur þetta til bóta samvæmt frumvarpi sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mælti fyrir í dag. Samkvæmt frumvarpinu verður almennt heimilt að setja íslenska fánann á íslenskrar vörur, hönnun og hugverk undir eftirliti Neytendastofu en í dag þarf forsætisráðuneytið að gefa slíka heimild í hvert skipti. Í frumvarpinu eru skilgreiningar t.a.m. varðandi matvöru sem hefð er fyrir framleiðslu á á Íslandi í 30 ár eða lengur, þótt hráefnið sé ekki íslenskt. Sömuleiðis mætti framleiða ýmsar vörur í útlöndum sem hannaðar eru af íslenskum hönnuðum og setja íslenska fánann á þær. „Það hefur verið töluverð ásókn í það að nota íslenska fánann til að merkja ýmis konar vörur sem framleiddar eru hér á landi. Það er því verið að bregðast við beiðni fjölmargra samtaka, framleiðenda alls konar íslenskrar vöru, sem telja feng í að geta merkt vöruna Íslandi,“ segir Sigmundur Davíð. Mál sem þetta hefur verið flutt nokkrum sinnum áður á Alþingi en nú liggja nákvæmari skilgreiningar fyrir þannig að forsætisráðherra vonar að sátt takist um málið. „Menn hafa séð að ýmsar aðrar þjóðir nýta mjög mikið þjóðfána sinn til að kynna sína framleiðslu. Ég nefni sem dæmi Norðmenn sem stimpla fjölmargar vörur með norska fánanum. Hin Norðurlöndin nýta reyndar líka mikið sína þjóðfána,“ segir Sigmundur Davíð. Þá mælti forsætisráðherra í dag einnig fyrir frumvarpi um verndun byggðaheilda bæði í bæjum og á landsbyggðinni. Hann segir byggðaheildir oft skapa aðdráttarafl og verndun þeirra stuðli oft að metnaði í viðhaldi eins og dæmin sanni annarsstaðar. Þetta eigi bæði við um gömul hverfi og nútíma byggingalist. „Og raunar hafa oft og tíðum svæði sem standa saman af nútímabyggingalist fengið svona skilgreiningu. Því þar vilja menn líka vernda sérkennin og viðhalda þeim,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Alþingi Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira