Erlent

Forsætisráðherra Ítalíu segir af sér

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Renzi á kjörstað í dag.
Renzi á kjörstað í dag. vísir/getty
Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur sagt af sér eftir að Ítalir höfnuðu breytingum á stjórnarskrá landsins sem Renzi hafði barist fyrir.

Hann ávarpaði þjóð sína seint í kvöld eftir að útgönguspár sýndu að meirihluti kjósenda var andvígur stjórnarskrárbreytingunum.

Kvaðst Renzi axla ábyrgð með því að segja af sér og þá sagði að hann þeir sem barist hefðu gegn breytingum þyrftu nú að koma með skýrar tillögur.

Stjórnarskrárbreytingarnar snerust um að einfalda stjórnkerfið og styrkja völd stjórnarinnar í Róm á kostnað héraðanna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×