Innlent

Forsætisráðherra hefur íhugað að segja sig úr Þjóðkirkjunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir sagði eftir ríkisstjórnarfund að hún hefði íhugað úrsögn úr Þjóðkirkjunni.
Jóhanna Sigurðardóttir sagði eftir ríkisstjórnarfund að hún hefði íhugað úrsögn úr Þjóðkirkjunni.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur íhugað að segja sig úr Þjóðkirkjunni. Þetta sagði hún við fréttamenn eftir ríkisstjórnarfund í dag. Jóhanna vildi ekki svara því hvort þessar íhuganir hennar væru tilkomnar vegna nýjustu tíðinda af Þjóðkirkjunni.

Eins og flestum er kunnugt hafa kynferðisbrot innan kirkjunnar verið mikið til umræðu eftir að dóttir Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups, lýsti alvarlegum kynferðisbrotum hans gegn sér fyrir Kirkjuráði í síðustu viku. Þá sagði Geir Waage, sóknarprestur í Reykholti, að þagnarskylda presta væri fremri tilkynningaskyldu sem kveðið er á um í barnaverndalögum.

Forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra voru sammála um að stefna bæri að frekari aðskilnaði ríkis og kirkju.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×