Innlent

Forsætisráðherra: Svandís á ekki að segja af sér

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, stendur með Svandísi Svavarsdóttur, umhverfisráðherra, og telur að hún þurfi ekki að segja af sér eftir dóm Hæstaréttar í gær. Þá kveður hún afstöðu ríkisstjórnarinnar vera að ekki eigi að virkja í Neðri-Þjórsá.

Svandís tapaði máli í gær fyrir Hæstarétti sem snerist um staðfestingu á aðalskipulagi Flóahrepps. Aðalskipulagið gerði ráð fyrir virkjunum í neðri hluta Þjórsár en Svandís neitaði að staðfesta það.

Jóhanna segir Svandísi hafa gert það sem hún taldi rétt enda hafi það verið brýnt að eyða réttaróvissu í málinu. „Það var það sem hún taldi rétt út frá þeirri ábyrgð sem hún hefur sem umhverfisráðherra að gera þetta með þeim hætti og ég gerði engar athugasemdir við það þegar hún fór í þetta í upphafi."

Jóhanna telur dóm Hæstaréttar ekki vera tilefni til afsagnar Svandísar en ýmsir þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa krafist þess. „Ég sé enga ástæðu til þess í þessari stöðu."

Þá segir Jóhanna afstöðu ríkisstjórnarinnar vera að ekki eigi að virkja í Neðri-Þjórsá. „Við erum að fara yfir þetta með heilstæðum hætti og við höfum viljað fá hér fram rammaáætlun sem verið er að vinna. Vonandi kemur hún fram sem fyrst en það hefur ekki verið afstaða hennar að það ætti að virkja þar."


Tengdar fréttir

Flóahreppur íhugar skaðabótamál gegn Svandísi

Sveitarstjóri Flóahrepps segir að hreppurinn muni kanna grundvöll þess að höfða skaðabótamál á hendur Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra vegna þess tjóns sem tveggja ára töf á aðalskipulagi hefur valdið.

Bauð Flóahreppi að staðfesta hluta skipulags

Umhverfisráðuneytið hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fullyrðinga sveitarstjóra Flóahrepps í hádegisfréttum Bylgjunnar þess efnis að framkvæmdir í sveitarfélaginu hefðu legið í láginni vegna ákvörðunar umhverfisráðherra að staðfesta ekki aðalskipulag sveitarfélagsins á sínum tíma.

Synjun umhverfisráðherra ógilt

Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem synjun Svandísar Svavars­dóttur umhverfisráðherra á þeim hluta aðalskipulags Flóahrepps er varðar Urriðafossvirkjun er ógilt. Svandís áfrýjaði málinu í október síðastliðnum eftir að hún tapaði í héraði.

Óska eftir að ráðherra staðfesti einnig Holta- og Hvammsvirkjanir

Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur óskað eftir því að umhverfisráðherra staðfesti skipulag hreppsins hvað varðar tvær nýjar virkjanir, Hvammsvirkjun og Holtavirkjun. Skipulagið hefur legið óafgreitt í umhverfisráðuneytinu í á þriðja ár, segir Gunnar Örn Marteinsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

3,7 milljarðar í undirbúning Þjórsárvirkjana

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra stendur frammi fyrir því að þurfa að staðfesta skipulag þriggja umdeildra virkjana í neðri Þjórsá. Landsvirkjun hefur lagt tæpa fjóra milljarða króna í undirbúning virkjananna en forstjóri fyrirtæksins segist þó ekkert að gera í andstöðu við stjórnvöld.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×