Formaður VR óttast lög á verkfallið Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. maí 2015 13:16 Formaður VR óttast að lög verði sett á verkföll launafólks. Formaður Samtaka atvinnulífsins segir verkfallsvopnið mjög sterkt og að verkalýðshreyfingin geti knúið hvaða vitleysu í gegn í krafti verkfalla sem hún kýs að gera.Þau Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, og Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, voru gestir Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði Þorsteinn að það að viðhalda stöðugleikanum í efnahagskerfinu væri á allra ábyrgð. „Ég myndi segja að yfirburðastaða verkalýðshreyfingarinnar gagnvart atvinnurekendum í dag er alger,“ sagði Þorsteinn. „Atvinnurekendur eiga sitt verkbannsvopn en það er neyðarbragð, vegna þess að fyrirtækið veit að það setur sjálft sig á hausinn með því að beita slíku vopni til lengdar. Þannig að við vitum á endanum að verkalýðshreyfingin getur knúið hvaða vitleysu í gegn í krafti verkfalla sem hún kýs að gera. Vegna þess að á endanum stendur fyrirtækið frammi fyrir valkostunum að ganga að þessum kröfum eða að fara einfaldlega á hausinn.“ Þorsteinn hefur meðal annars gagnrýnt kröfur um miklar launahækkanir, líkt og kröfur Starfsgreinasambandsins um fimmtíu prósent launahækkanir. Ólafía sagðist í þættinum óttast það að lög yrðu sett á verkföllin.„Ábyrgðarlaust tal“ „Við í VR vorum í gær á fundi stjórnar klukkan tíu, svo trúnaðarráðsfundur klukkan ellefu og svo Landssamband íslenskra verslunarmanna í hádeginu. Þar var samþykkt samhljóða það aðgerðaplan sem við komum til með að kynna á þriðjudagsmorgun. En ég ætla bara rétt að vona að við náum að nálgast viðfangsefnið með skynsamlegum hætti áður en þetta brestur á. Starfsgreinasambandið er í verkfalli, BHM er líka í verkfalli og aðrir stórir hópar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar eru nú að kjósa um verkfallsboðun. Þannig að þetta eru gríðarlega miklir hagsmunir og stórir hópar sem eru að fara hérna fram.“ Hún svaraði ummælum Þorsteins um að verkalýðshreyfingin væri að knýja fram vitleysu á þann hátt að það hafi ekki verið af léttúð sem ráðist var í verkfallsaðgerðir. „Þetta er náttúrulega bara ábyrgðarlaust tal af hans hálfu, að segja þetta með þessum hætti,“ sagði Ólafía. „Við vildum ekki vera í þessari stöðu sem við erum í í dag.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Flóabandalagið búið að slíta kjaraviðræðum við SA Formaður Eflingar segir allt stefna í verkfall hjá sínu fólki en um 21 þúsund manns tilheyra Flóabandalaginu. 27. apríl 2015 12:07 VR undirbýr verkfallsaðgerðir „Við sjáum engan annan kost,“ segir formaður VR. 27. apríl 2015 20:12 Atvinnustarfsemi lamast á landsbyggðinni á morgun Tíu þúsund verkamenn og verkakonur leggja niður vinnu á hádegi á morgun. Hefur mikil áhrif á alla ferðaþjónustu, fiskvinnslu, kjötvinnslu og fleiri atvinnugreinar. 29. apríl 2015 11:44 Allt að tvö þúsund fyrirtæki skaðast af verkfalli á morgun Rúmlega tíu þúsund manns hjá hátt í 2.000 fyrirtækjum senda vinnuveitendum aðvörunarskot með því að leggja niður vinnu víðs vegar um land á morgun. 29. apríl 2015 20:10 Segir mikla samstöðu hjá SA Samtök atvinnulífsins vilja að skipulag atvinnurekenda sé virt. 24. apríl 2015 09:00 Verkalýðsleiðtogi segir samstöðu innan SA að riðlast Formaður Framsýnar segir þann fjölda fyrirtækja sem vilji ganga að kröfum Starfsgreinasambandsins sýna að samstaðan innan SA sé að riðlast. 22. apríl 2015 13:26 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Formaður VR óttast að lög verði sett á verkföll launafólks. Formaður Samtaka atvinnulífsins segir verkfallsvopnið mjög sterkt og að verkalýðshreyfingin geti knúið hvaða vitleysu í gegn í krafti verkfalla sem hún kýs að gera.Þau Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, og Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, voru gestir Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði Þorsteinn að það að viðhalda stöðugleikanum í efnahagskerfinu væri á allra ábyrgð. „Ég myndi segja að yfirburðastaða verkalýðshreyfingarinnar gagnvart atvinnurekendum í dag er alger,“ sagði Þorsteinn. „Atvinnurekendur eiga sitt verkbannsvopn en það er neyðarbragð, vegna þess að fyrirtækið veit að það setur sjálft sig á hausinn með því að beita slíku vopni til lengdar. Þannig að við vitum á endanum að verkalýðshreyfingin getur knúið hvaða vitleysu í gegn í krafti verkfalla sem hún kýs að gera. Vegna þess að á endanum stendur fyrirtækið frammi fyrir valkostunum að ganga að þessum kröfum eða að fara einfaldlega á hausinn.“ Þorsteinn hefur meðal annars gagnrýnt kröfur um miklar launahækkanir, líkt og kröfur Starfsgreinasambandsins um fimmtíu prósent launahækkanir. Ólafía sagðist í þættinum óttast það að lög yrðu sett á verkföllin.„Ábyrgðarlaust tal“ „Við í VR vorum í gær á fundi stjórnar klukkan tíu, svo trúnaðarráðsfundur klukkan ellefu og svo Landssamband íslenskra verslunarmanna í hádeginu. Þar var samþykkt samhljóða það aðgerðaplan sem við komum til með að kynna á þriðjudagsmorgun. En ég ætla bara rétt að vona að við náum að nálgast viðfangsefnið með skynsamlegum hætti áður en þetta brestur á. Starfsgreinasambandið er í verkfalli, BHM er líka í verkfalli og aðrir stórir hópar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar eru nú að kjósa um verkfallsboðun. Þannig að þetta eru gríðarlega miklir hagsmunir og stórir hópar sem eru að fara hérna fram.“ Hún svaraði ummælum Þorsteins um að verkalýðshreyfingin væri að knýja fram vitleysu á þann hátt að það hafi ekki verið af léttúð sem ráðist var í verkfallsaðgerðir. „Þetta er náttúrulega bara ábyrgðarlaust tal af hans hálfu, að segja þetta með þessum hætti,“ sagði Ólafía. „Við vildum ekki vera í þessari stöðu sem við erum í í dag.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Flóabandalagið búið að slíta kjaraviðræðum við SA Formaður Eflingar segir allt stefna í verkfall hjá sínu fólki en um 21 þúsund manns tilheyra Flóabandalaginu. 27. apríl 2015 12:07 VR undirbýr verkfallsaðgerðir „Við sjáum engan annan kost,“ segir formaður VR. 27. apríl 2015 20:12 Atvinnustarfsemi lamast á landsbyggðinni á morgun Tíu þúsund verkamenn og verkakonur leggja niður vinnu á hádegi á morgun. Hefur mikil áhrif á alla ferðaþjónustu, fiskvinnslu, kjötvinnslu og fleiri atvinnugreinar. 29. apríl 2015 11:44 Allt að tvö þúsund fyrirtæki skaðast af verkfalli á morgun Rúmlega tíu þúsund manns hjá hátt í 2.000 fyrirtækjum senda vinnuveitendum aðvörunarskot með því að leggja niður vinnu víðs vegar um land á morgun. 29. apríl 2015 20:10 Segir mikla samstöðu hjá SA Samtök atvinnulífsins vilja að skipulag atvinnurekenda sé virt. 24. apríl 2015 09:00 Verkalýðsleiðtogi segir samstöðu innan SA að riðlast Formaður Framsýnar segir þann fjölda fyrirtækja sem vilji ganga að kröfum Starfsgreinasambandsins sýna að samstaðan innan SA sé að riðlast. 22. apríl 2015 13:26 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Flóabandalagið búið að slíta kjaraviðræðum við SA Formaður Eflingar segir allt stefna í verkfall hjá sínu fólki en um 21 þúsund manns tilheyra Flóabandalaginu. 27. apríl 2015 12:07
Atvinnustarfsemi lamast á landsbyggðinni á morgun Tíu þúsund verkamenn og verkakonur leggja niður vinnu á hádegi á morgun. Hefur mikil áhrif á alla ferðaþjónustu, fiskvinnslu, kjötvinnslu og fleiri atvinnugreinar. 29. apríl 2015 11:44
Allt að tvö þúsund fyrirtæki skaðast af verkfalli á morgun Rúmlega tíu þúsund manns hjá hátt í 2.000 fyrirtækjum senda vinnuveitendum aðvörunarskot með því að leggja niður vinnu víðs vegar um land á morgun. 29. apríl 2015 20:10
Segir mikla samstöðu hjá SA Samtök atvinnulífsins vilja að skipulag atvinnurekenda sé virt. 24. apríl 2015 09:00
Verkalýðsleiðtogi segir samstöðu innan SA að riðlast Formaður Framsýnar segir þann fjölda fyrirtækja sem vilji ganga að kröfum Starfsgreinasambandsins sýna að samstaðan innan SA sé að riðlast. 22. apríl 2015 13:26