Erlent

Flugvélin enn ófundin á Grænlandi

Atli Ísleifsson skrifar
Vélin átti að lenda í Kulusuk um miðjan dag á fimmtudaginn. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Vélin átti að lenda í Kulusuk um miðjan dag á fimmtudaginn. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Pjetur
Leit að litlu flugvélinni sem hvarf skömmu áður hún átti að lenda í Kulusuk á austurströnd Grænlands á fimmtudaginn hélt áfram í gær.

Vélin fór frá Keflavík um miðjan dag á fimmtudaginn en lenti ekki á flugvellinum í Kulusuk þar sem mikil þoka var og vindasamt. Leitin hefur enn engan árangur borið.

Í frétt grænlenska útvarpsins segir að leitarsvæðið hafi nú verið stækkað og hefur Challenger-þota danska flughersins og Sikorsky björgunarþyrla meðal annars verið notaðar í leitinni. Vélin sem hvarf var ekki með ratsjá.

Björgunaraðilar munu koma aftur saman í kvöld til að taka ákvörðun um hvort leit verði haldið áfram á morgun.

Flugmaðurinn var einn í vélinni, en yfirvöld hafa enn ekki gefið upp um kyn, aldur eða þjóðerni flugmannsins.


Tengdar fréttir

Flugvélarinnar enn leitað á Grænlandi

Tvær björgunarþyrlur, Challenger-þota danska flughersins og vél Air Zafari leita nú flugvélarinnar sem hvarf skömmu fyrir fyrirhugaða lendingu í Kulusuk síðdegis í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×