Innlent

Flugu þvert yfir Ísland til að skoða nýjan vinnustað

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Starfsmenn Vísis ganga um borð í rútuna í morgun á Djúpavogi.
Starfsmenn Vísis ganga um borð í rútuna í morgun á Djúpavogi. Mynd/Skúli Andrésson
Tæplega þrjátíu starfsmenn fiskvinnslu Vísis hf. á Djúpavogi héldu í morgunsárið í dagsferð til Grindavíkur. Markmiðið með ferðinni er að skoða aðstæður á mögulegum nýjum vinnustað. Austurfrétt greinir frá.

Mynd/Skúli Andrésson
Eins og kunnugt er hyggst Vísir hætta bolfiskvinnslu á Djúpavogi í sumar en hefur boðið starfsmönnum sínum þar að halda vinnu sinni í Grindavík. Starfsmenn fóru á fætur á sjötta tímanum í morgun, fóru í rútu fjarðaleiðina á Egilsstaði þaðan sem flogið var til Reykjavíkur. Þaðan var för haldið áfram til Grindavíkur.

Starfsmenn sem fréttamaður Austurfréttar ræddi við sagði stemmninguna í hópnum merkilega góða miðað við aðstæður. Í hópnum voru 28 starfsmenn af erlendum uppruna, þar af tvær fjölskyldur með börn auk íslensks fararstjóra. Nokkrir starfsmenn Vísis hf. þáðu ekki boðið um að kynna sér aðstæður í dag.

Mynd/Skúli Andrésson
Um fimmtíu manns hafa starfað við bolfiskvinnslu hjá Vísi hf. á Djúpavogi. Um helmningi starfsfólksins verður boðin við þjónustu við Fiskeldi Austfjarða. Þar munu þeir er lengsta starfsreynslu hafa ganga fyrir. Aðrir eiga þess kost að elta bolfiskvinnsluna til Grindavíkur.

Skúli Andrésson var mættur í morgunsárið í Djúpavog og fylgdist með starfsmönnum Vísis búa sig undir ferðalagið til Grindavíkur eins og sést á myndunum sem fylgja fréttinni.

Mynd/Skúli Andrésson
Mynd/Skúli Andrésson

Tengdar fréttir

Neyðast til að flytja þvert yfir landið

Justyna Gronek og fjölskylda hennar hefur búið á Húsavík í fimm ár. Þau flytja nú til Grindavíkur þrátt fyrir að hafa nýlega fest kaupa á íbúð á Húsavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×