Flugstjórar vilja margfalt meiri hækkun en ASÍ fékk Snærós Sindradóttir skrifar 2. maí 2014 08:00 Flugstjóri með fimmtán ára starfsreynslu hefur ríflega milljón krónur í föst laun á mánuði. Mynd/HAG Flugmenn hjá Icelandair vilja margfalt meiri hækkun en samið hefur verið um á almennum markaði samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þeir hafa hafnað samningi með almennri launahækkun upp á 2,8 prósent sem gildir til eins árs. Samkvæmt kjarasamningum Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) við Icelandair hefur flugstjóri með fimmtán ára starfsreynslu ríflega milljón krónur í föst laun á mánuði. Byrjunarlaun nýs flugmanns hjá fyrirtækinu eru um hálf milljón króna á mánuði. Boðað hefur verið til tólf tíma verkfalls hjá félaginu þann 9. maí næstkomandi. „Við erum ekki partur af ASÍ og erum ekki skuldbundnir af því,“ segir Hafsteinn Pálsson, formaður FÍA. Samningaviðræður hafa farið fram síðastliðnar vikur en ekki hefur þokast í átt að samkomulagi. „Það hefur ekkert gengið. Þetta snýst ekki bara um launaprósentur heldur kjarasamninginn í heild sinni,“ segir Hafsteinn. Enginn flugmaður greiddi atkvæði gegn verkfalli. Í fréttum Stöðvar 2 á miðvikudag sagði Hafsteinn Pálsson, formaður FÍA, flugmenn ekki vera að loka landinu því farþegar gætu enn ferðast með öðrum flugfélögum hingað til lands. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir ummælin hafa vakið furðu hjá starfsfólki Icelandair. „Við trúum því ekki að formaðurinn mæli fyrir munn allra flugmanna þegar hann hvetur fólk til þess að beina viðskiptum sínum til samkeppnisaðila.“ Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að verkfall muni hafa verulega neikvæð áhrif á afkomu ferðaþjónustunnar. „Við höfum miklar áhyggjur af þessum boðuðu verkfallsaðgerðum. Við erum að áætla að tapaðar gjaldeyristekjur séu milljarður á dag á þessum árstíma. Hver einasta klukkustund í þessari óvissu hefur mikil áhrif.“ Tengdar fréttir Engin ástæða til lagasetningar á flugmenn Flugmenn hjá Icelandair hefja yfirvinnubann og skæruverkföll hinn 9. Maí hafi kjarasamningar ekki verið undirritaðir fyrir þann tíma. 30. apríl 2014 20:08 Flugmenn í verkfall Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur boðað ótímabundið yfirvinnubann flugmanna Icelandair ehf. sem mun hefjast hinn 9. maí klukkan sex að morgni. 29. apríl 2014 13:38 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Flugmenn hjá Icelandair vilja margfalt meiri hækkun en samið hefur verið um á almennum markaði samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þeir hafa hafnað samningi með almennri launahækkun upp á 2,8 prósent sem gildir til eins árs. Samkvæmt kjarasamningum Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) við Icelandair hefur flugstjóri með fimmtán ára starfsreynslu ríflega milljón krónur í föst laun á mánuði. Byrjunarlaun nýs flugmanns hjá fyrirtækinu eru um hálf milljón króna á mánuði. Boðað hefur verið til tólf tíma verkfalls hjá félaginu þann 9. maí næstkomandi. „Við erum ekki partur af ASÍ og erum ekki skuldbundnir af því,“ segir Hafsteinn Pálsson, formaður FÍA. Samningaviðræður hafa farið fram síðastliðnar vikur en ekki hefur þokast í átt að samkomulagi. „Það hefur ekkert gengið. Þetta snýst ekki bara um launaprósentur heldur kjarasamninginn í heild sinni,“ segir Hafsteinn. Enginn flugmaður greiddi atkvæði gegn verkfalli. Í fréttum Stöðvar 2 á miðvikudag sagði Hafsteinn Pálsson, formaður FÍA, flugmenn ekki vera að loka landinu því farþegar gætu enn ferðast með öðrum flugfélögum hingað til lands. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir ummælin hafa vakið furðu hjá starfsfólki Icelandair. „Við trúum því ekki að formaðurinn mæli fyrir munn allra flugmanna þegar hann hvetur fólk til þess að beina viðskiptum sínum til samkeppnisaðila.“ Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að verkfall muni hafa verulega neikvæð áhrif á afkomu ferðaþjónustunnar. „Við höfum miklar áhyggjur af þessum boðuðu verkfallsaðgerðum. Við erum að áætla að tapaðar gjaldeyristekjur séu milljarður á dag á þessum árstíma. Hver einasta klukkustund í þessari óvissu hefur mikil áhrif.“
Tengdar fréttir Engin ástæða til lagasetningar á flugmenn Flugmenn hjá Icelandair hefja yfirvinnubann og skæruverkföll hinn 9. Maí hafi kjarasamningar ekki verið undirritaðir fyrir þann tíma. 30. apríl 2014 20:08 Flugmenn í verkfall Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur boðað ótímabundið yfirvinnubann flugmanna Icelandair ehf. sem mun hefjast hinn 9. maí klukkan sex að morgni. 29. apríl 2014 13:38 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Engin ástæða til lagasetningar á flugmenn Flugmenn hjá Icelandair hefja yfirvinnubann og skæruverkföll hinn 9. Maí hafi kjarasamningar ekki verið undirritaðir fyrir þann tíma. 30. apríl 2014 20:08
Flugmenn í verkfall Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur boðað ótímabundið yfirvinnubann flugmanna Icelandair ehf. sem mun hefjast hinn 9. maí klukkan sex að morgni. 29. apríl 2014 13:38