Innlent

Flokkarnir fimm hefja viðræður

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Flokkarnir fimm vinna að málefnalegum grundvelli fyrir mögulegt stjórnarsamstarf.
Flokkarnir fimm vinna að málefnalegum grundvelli fyrir mögulegt stjórnarsamstarf. vísir/anton
Málefnahópar flokkanna fimm sem nú eiga í stjórnarmyndunarviðræðum komu saman til fundar í Alþingishúsinu nú klukkan 13. Um er að ræða viðræður milli Samfylkingar, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Pírata undir forystu Vinstri grænna.

Flokkarnir munu vinna að því að fara yfir málefnagrundvöll hugsanlegs stjórnmálasambands, en nái flokkarnir að mynda stjórn mun hún hafa samtals 34 þingmenn, eða meirihluta.

Gert er ráð fyrir að vinna flokkanna muni standa yfir í nokkra daga. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði í morgun að lögð verði áhersla á að vinna hratt, en vel.

vísir/anton
vísir/anton
vísir/anton

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×