Erlent

Fjórir leystir undan grun vegna hvarfs Madeleine

Samúel Karl Ólason skrifar
Madeleine hvarf í maí 2007 þar sem hún var sofandi í íbúð fjölskyldunnar ásamt tveimur systkinum sínum
Madeleine hvarf í maí 2007 þar sem hún var sofandi í íbúð fjölskyldunnar ásamt tveimur systkinum sínum Vísir/EPA
Lögreglan í London er hætt að rannsaka fjóra menn sem voru grunaðir um að hafa komið að hvarfi Madeleine McCann í Portúgal í maí 2007. Breska rannsóknarlögreglan Scotland Yard segist þó enn vera með eina mikilvæga vísbendingu til rannsóknar.

Scotland Yard taldi hina grunuðu hafa rænt stúlkunni þegar þeir reyndu að ræna íbúð McCann fjölskyldunnar. Mennirnir lágu undir grun vegna þess að þeir voru staðsettir nálægt íbúðinni samkvæmt símagögnum og vegna bakgrunns þeirra.

Þeir voru yfirheyrðir og rannsakaðir í um sex mánuði áður en þeim var tilkynnt að þeir lægju ekki lengur undir grun, samkvæmt frétt Sky News.

Madeleine hvarf þar sem hún var sofandi í íbúð fjölskyldunnar ásamt tveimur systkinum sínum. Foreldrar þeirra voru á nærliggjandi veitingastað. Scotland Yard tók við rannsókn málsins fyrir um sex árum eftir að lögreglan í Portúgal lauk rannsókn sinni án árangurs.

Þar hefur rannsókn málsins verið opnuð aftur.

Talsmaður Scotland Yard segir að enn berist ábendingar vegna málsins nánast daglega.


Tengdar fréttir

Rannsaka líkamsleifar stúlku vegna hvarfs McCann

Líkamsleifar stúlku sem fundust í skjalatösku við ástralskan þjóðveg gefa breskum rannsóknarlögreglumönnum tilefni til að telja að um Madeline McCann kunni að vera ræða, sem hvarf sporlaust í Portúgal fyrir 8 árum síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×