Fjórir dómarar töpuðu umtalsverðum fjárhæðum á Glitni Andri Ólafsson skrifar 6. desember 2016 07:00 Ljósrit af ökuskírteini Markúsar úr gögnum frá slitastjórn Glitnis Á árunum 2007 til 2008 áttu fjórir hæstaréttardómarar, þau Eiríkur Tómasson, Ingveldur Einarsdóttir, Árni Kolbeinsson (sem hefur látið af störfum) og Markús Sigurbjörnsson samanlagt 487 þúsund hluti í Glitni. Hæsta virði þessara hluta var í júlí 2007 um 15 milljónir króna. Þetta kemur fram í gögnum frá slitastjórn Glitnis sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Hlutabréf dómaranna í Glitni urðu öll verðlaus þegar bankinn féll í hruninu 2008 og fjárhagslegt tjón þeirra því töluvert. Tjón Markúsar Sigurbjörnssonar af hruni Glitnis var þó minna en annarra dómara. Hann hafði selt alla hluti sína í bankanum í janúar og febrúar 2007 fyrir um 44,6 milljónir króna. Viðskiptum Markúsar við Glitni lauk þó ekki þar. Markús tók söluhagnaðinn og nokkurt fé til viðbótar og fór með í eignastýringu hjá Glitni, alls um 60 milljónir króna.Eignir dómaranna í Glitni frá 2007 til 2008.Tók út margar milljónir rétt fyrir hrun Samkvæmt eignastýringarsamningi sem Markús gerði við Glitni skyldu 50 prósent eigna Markúsar fara í skuldabréf, 25 prósent í innlend hlutabréf og 25 prósent í erlend hlutabréf. Markús var ekki eini hæstaréttardómarinn í eignastýringu hjá Glitni. Ingveldur Einarsdóttir átti hlut í peningamarkaðssjóðum Glitnis fram á síðasta dag. Um 6,3 milljónir samtals. Bæði töpuðu þau Markús og Ingveldur á gengislækkunum peningamarkaðssjóða síðustu vikurnar fyrir hrun. Gögnin sem Fréttablaðið hefur undir höndum sýna að tap Markúsar á peningamarkaðssjóðum á borð við Sjóð 9 og Sjóð 10 hefði orðið enn meira ef Markús hefði ekki tekið margar milljónir út af reikningum sínum í Glitni örfáum dögum fyrir hrun. Hann tók út fjórar milljónir þann 25. september, fjórum dögum áður en Glitnir var þjóðnýttur og aðrar ellefu milljónir 1. október 2008.Birkir Kristinsson hlaut fjögurra ára dóm í BK-málinu svokallaða.vísirPössuðu peninga Markúsar Þrátt fyrir þessa miklu fjárhagslegu hagsmuni hafa allir þessir dómarar setið og dæmt í málum sem varða annaðhvort hagsmuni Glitnis beint, eða óbeint. Bæði fyrir og eftir hrun. Sem dæmi um það má nefna að Markús Sigurbjörnsson og Árni Kolbeinsson dæmdu í þremur málum sem vörðuðu Glitni á árinu 2006 á meðan þeir voru báðir hluthafar í bankanum og áttu þar af leiðandi hagsmuna að gæta. Í öllum þremur málunum var Glitnir krafinn um háar upphæðir í skaðabætur en í öllum þremur tilvikum var dæmt Glitni í vil. Eftir hrun hafa svo komið á borð dómaranna allmörg mál ákæruvaldsins gegn ýmsum starfsmönnum bankanna. Þrátt fyrir að hafa tapað umtalsverðum fjármunum á hlutabréfaeignum sínum í Glitni og tapað svo fé á fjárfestingum í íslensku fjármálakerfi í gegnum peningamarkaðssjóði Glitnis hafa dómarar ekki sagt sig frá þeim málum vegna vanhæfis. Athygli vekur að forseti Hæstaréttar, Markús Sigurbjörnsson, taldi sig ekki þurfa að lýsa yfir vanhæfi í BK44 málinu svokallaða. Markús dæmdi þar Jóhannes Baldursson og Birki Kristinsson í þriggja og fjögurra ára fangelsi. Báðir voru þeir starfsmenn deildarinnar sem hélt utan um tugmilljóna króna eignir Markúsar hjá Glitni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ólafur Börkur Þorvaldsson einn af sex dómurum sem tilkynnti ekki um hlutabréfaviðskipti Ólafur Börkur Þorvaldsson tilkynnti nefnd um aukastörf dómara ekki um hlutabréfaviðskipti sín fyrir hrun. 5. desember 2016 20:35 Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Á árunum 2007 til 2008 áttu fjórir hæstaréttardómarar, þau Eiríkur Tómasson, Ingveldur Einarsdóttir, Árni Kolbeinsson (sem hefur látið af störfum) og Markús Sigurbjörnsson samanlagt 487 þúsund hluti í Glitni. Hæsta virði þessara hluta var í júlí 2007 um 15 milljónir króna. Þetta kemur fram í gögnum frá slitastjórn Glitnis sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Hlutabréf dómaranna í Glitni urðu öll verðlaus þegar bankinn féll í hruninu 2008 og fjárhagslegt tjón þeirra því töluvert. Tjón Markúsar Sigurbjörnssonar af hruni Glitnis var þó minna en annarra dómara. Hann hafði selt alla hluti sína í bankanum í janúar og febrúar 2007 fyrir um 44,6 milljónir króna. Viðskiptum Markúsar við Glitni lauk þó ekki þar. Markús tók söluhagnaðinn og nokkurt fé til viðbótar og fór með í eignastýringu hjá Glitni, alls um 60 milljónir króna.Eignir dómaranna í Glitni frá 2007 til 2008.Tók út margar milljónir rétt fyrir hrun Samkvæmt eignastýringarsamningi sem Markús gerði við Glitni skyldu 50 prósent eigna Markúsar fara í skuldabréf, 25 prósent í innlend hlutabréf og 25 prósent í erlend hlutabréf. Markús var ekki eini hæstaréttardómarinn í eignastýringu hjá Glitni. Ingveldur Einarsdóttir átti hlut í peningamarkaðssjóðum Glitnis fram á síðasta dag. Um 6,3 milljónir samtals. Bæði töpuðu þau Markús og Ingveldur á gengislækkunum peningamarkaðssjóða síðustu vikurnar fyrir hrun. Gögnin sem Fréttablaðið hefur undir höndum sýna að tap Markúsar á peningamarkaðssjóðum á borð við Sjóð 9 og Sjóð 10 hefði orðið enn meira ef Markús hefði ekki tekið margar milljónir út af reikningum sínum í Glitni örfáum dögum fyrir hrun. Hann tók út fjórar milljónir þann 25. september, fjórum dögum áður en Glitnir var þjóðnýttur og aðrar ellefu milljónir 1. október 2008.Birkir Kristinsson hlaut fjögurra ára dóm í BK-málinu svokallaða.vísirPössuðu peninga Markúsar Þrátt fyrir þessa miklu fjárhagslegu hagsmuni hafa allir þessir dómarar setið og dæmt í málum sem varða annaðhvort hagsmuni Glitnis beint, eða óbeint. Bæði fyrir og eftir hrun. Sem dæmi um það má nefna að Markús Sigurbjörnsson og Árni Kolbeinsson dæmdu í þremur málum sem vörðuðu Glitni á árinu 2006 á meðan þeir voru báðir hluthafar í bankanum og áttu þar af leiðandi hagsmuna að gæta. Í öllum þremur málunum var Glitnir krafinn um háar upphæðir í skaðabætur en í öllum þremur tilvikum var dæmt Glitni í vil. Eftir hrun hafa svo komið á borð dómaranna allmörg mál ákæruvaldsins gegn ýmsum starfsmönnum bankanna. Þrátt fyrir að hafa tapað umtalsverðum fjármunum á hlutabréfaeignum sínum í Glitni og tapað svo fé á fjárfestingum í íslensku fjármálakerfi í gegnum peningamarkaðssjóði Glitnis hafa dómarar ekki sagt sig frá þeim málum vegna vanhæfis. Athygli vekur að forseti Hæstaréttar, Markús Sigurbjörnsson, taldi sig ekki þurfa að lýsa yfir vanhæfi í BK44 málinu svokallaða. Markús dæmdi þar Jóhannes Baldursson og Birki Kristinsson í þriggja og fjögurra ára fangelsi. Báðir voru þeir starfsmenn deildarinnar sem hélt utan um tugmilljóna króna eignir Markúsar hjá Glitni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ólafur Börkur Þorvaldsson einn af sex dómurum sem tilkynnti ekki um hlutabréfaviðskipti Ólafur Börkur Þorvaldsson tilkynnti nefnd um aukastörf dómara ekki um hlutabréfaviðskipti sín fyrir hrun. 5. desember 2016 20:35 Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Ólafur Börkur Þorvaldsson einn af sex dómurum sem tilkynnti ekki um hlutabréfaviðskipti Ólafur Börkur Þorvaldsson tilkynnti nefnd um aukastörf dómara ekki um hlutabréfaviðskipti sín fyrir hrun. 5. desember 2016 20:35
Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04