Viðskipti innlent

Fjórar ískaldar hetjur hjá Advania tóku ísfötuáskorun

Finnur Thorlacius skrifar
Mikil tískubóla ríður yfir heiminn nú í formi áskorunar þar sem hellt er ísfötu með miklu vatni í yfir fólk.

Eftir starfsmannafund í upplýsingatæknifyrirtækinu Advania í gær buðu sig fram fjórir starfsmenn sem tóku þessari áskorun og helltu yfir sig ísköldu vatni til styrktar MND félaginu. Gaf Advania MND félaginu 100.000 krónur í kjölfarið.

Þeir vissu það ekki þá – en vita það núna að með þessari hetjudáð unnu þeir sér inn miða á Justin sjálfan Timberlake, þ.e. tónleikana. Ef þeir geta ekki notað þá geta þeir alltaf látið gott málefni njóta! Hér má sjá myndband af viðburðinum. 

Um leið og hetjurnar skelltu yfir sig ísmolum og köldu vatni skoruðu þær á Símann, Basis, Marel og Nýherja að gera slíkt hið sama.



Tengdar fréttir

Beckham ber að ofan í ísbaði

Kyntröllið David Beckham er sá nýjasti til þess að birta myndband af sér að láta hella yfir sig ísköldu vatni.

Aron skorar á tvo meðlimi FM95Blö

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, tók ísfötuáskoruninni í dag sem hefur slegið í gegn á samskiptamiðlum og skoraði hann á útvarpsmennina Egil Gillz Einarsson og Auðunn Blöndal og herbergisfélaga sinn með íslenska landsliðinu, Rúrik Gíslason.

Tískuritstjóri bleytir sig

Anna Wintour hefur verið ritstjóri tískutímaritsins Vogue um árabil en hún er þekkt fyrir einstaklega fágaðan stíl.

Chris Pratt vildi detta í það í staðinn

Stórleikarinn ákvað í staðinn fyrir að hella yfir sig fötu af ísköldu vatni að drekka litla flösku af svonefndu Ice Vodka og eina flösku af Smirnoff Ice í einum rykk

Cara Delevingne í kaldri sturtu

Ofurfyrirsætan gerir sér lítið fyrir og fær til liðs við sig tvær vinkonur sínar til þess að hella ísköldu vatni á sig.

Gylfi skorar á Gunnar Nelson

Knattspyrnukappinn Gylfi Sigurðsson skorar á bardagakappann Gunnar Nelson í ísfötuáskoruninni sem fer nú sem eldur í sinu um heimsbyggðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×