Erlent

Fjölmörg börn látin í árásum á Gaza

Atli Ísleifsson skrifar
Rúmlega 1.000 manns hafa fallið í loft- og eldflaugaárásum Ísraelshers og Hamas-liða síðustu þrjár vikurnar.
Rúmlega 1.000 manns hafa fallið í loft- og eldflaugaárásum Ísraelshers og Hamas-liða síðustu þrjár vikurnar. Vísir/AP
Að minnsta kosti tólf börn féllu í árás á leikvöllí flóttamannabúðum í Gazaborg fyrr í dag. Þá létust þrír þegar skotið var á byggingu tengdri stærsta sjúkrahúsinu í borginni.

Á vef NRK segir að byggingin sem skotið var á standi nærri aðalinngangnum að Shifa-sjúkrahúsinu. Palestínumenn segja Ísraelsmenn bera ábyrgð á árásinni, en Ísraelsher segir Hamas-liða bera ábyrgðina.

Að sögn ísraelskra yfirvalda féllu fjórir Ísraelsmenn í eldflaugaárás Hamas-liða nærri landamærunum að Gaza fyrr í dag.

Aðgerðir Ísraelshers á Gaza hafa nú staðið í um þrjár vikur og hafa loft- og eldflaugaárásir Ísraelshers og Hamas-liða kostað rúmlega þúsund mannslíf.

Sjúkrahúsið í Beit Hanoun eyðilagðist að hluta í árás Ísraelsmanna á laugardaginn þar sem starfsmaður sjúkrahússins féll. Þá hafa ísraelskir hermenn sömuleiðis ráðist á fjölda sjúkrabíla síðustu daga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×