Lífið

Fjölmenni í Druslugöngu - myndband

Ellý Ármanns skrifar
myndir/elly@365.is
Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar rúmlega ellefu þúsund manns söfnuðust saman fyrir framan Hallgrímskirkju rétt fyrir klukkan 14:00 í dag áður en gengið var niður Skólavörðustíg og niður á Austurvöll þar sem fundarhöld og tónleikar tóku við í blíðskaparveðri. Um var að ræða Druslugönguna sem farin var í fjórða sinn í Reykjavík.  

Við fönguðum stemninguna einnig með stuttum myndskeiðum sem sjá má ef skrollað er neðst í grein.




Ásgerður Jóhannesdóttir og Hera Matthíasdóttir.
Salvör Gullbrá, Guðný og Eygló.
Björg Magnúsdóttir og María Rut Kristinsdóttir.
Björn, Daníela, Margrét og Ingunn.
Veigar Ölnir Gunnarsson og María Lilja Þrastardóttir skipuleggjandi göngunnar.
„Færum skömmina þangað sem hún á heima" var slagorð Druslugöngunnar þar sem markmiðið er að sýna þolendum kynferðisofbeldis stuðning gegn gerendum þess. 

Við erum að gæsa vinkonu okkar en hún er reyndar ekki komin, sögðu Dagrún, Alberta, Guðrún, Olafía, Birna, Salóme og Linda.

Tengdar fréttir

Ellefu þúsund í Druslugöngu

Rúmlega ellefu þúsund manns gengu hina svonefndu Druslugöngu, sem farin var í fjórða sinn í Reykjavík í glampandi sólskini í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×