Fjármögnun raforkusæstrengs komin á fullan skrið Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. maí 2014 21:11 Fjármögnun sæstrengs milli Íslands og Bretlands er komin á fullan skrið og er leidd af breskum fjárfestum og fyrrverandi orkumálaráðherra Bretlands. Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun segir að beðið sé eftir samkomulagi stjórnvalda þessara landa. Mikil alvara er að baki undirbúningsvinnu vegna sæstrengs milli Bretlands og Íslands og er fjármögnun langt komin, en frá þessu var greint í Kjarnanum á dögunum. Verkefnið hefur verið kallað The Atlantic Supergrid, eða Atlantshafsdreifikerfið. Verkefnið miðar að því að fjármagna og leggja 1000 kílómetra langan sæstreng milli landanna með stöðugri afkastagetu upp á 1,2 gígavattstundir, eða 1200 megavött, af raforku. Einn af þeim sem leiðir verkefnið í Bretlandi er Charles Hendry, fyrrverandi orkumálaráðherra Bretlands. Íslensk og bresk stjórnvöld undirrituðu viljayfirlýsingu í maí 2012 um möguleikann álagningu sæstrengs.Landsvirkjun sér um orkuöflun en strengurinn fjármagnaður á markaði Fyrir réttum tveimur árum sagði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í viðtali við Stöð 2 að fyrirtækið þyrfti tvö ár til að meta kosti og galla við lagningu strengsins og hvort það borgaði sig að ráðast í verkefnið. Frá upphafi var gert ráð fyrir að Landsvirkjun sæi um orkuöflun en kæmi ekki að fjármögnun strengsins sjálfs sem yrði í höndum fjárfesta. Verkefnið gæti falið í sér mikla tekjuöflun fyrir þjóðarbúið með sölu á raforku til Bretlands. Núna hefur Landsvirkjun haft tvö ár til að meta kosti og galla þessa verkefnis. Er það mat ykkar að þetta sé raunhæft og hagkvæmt? „Það eru ennþá mjög jákvæð teikn á lofti að þetta geti verið mjög hagkvæmt fyrir Ísland til þess að gera meiri verðmæti út úr orkukostum landsins, en við erum ennþá að skoða þetta verkefni,“ segir Björgvin Skúli Sigurðsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun í samtali við Stöð 2, en Björgvin Skúli hefur umsjón með verkefninu hjá fyrirtækinu.Ragnheiður Elín kortleggur næstu skref Nettó útflutningstekjur vegna strengsins gætu numið 7-76 milljörðum króna árlega samkvæmt skýrslu ráðgjafarhóps iðnaðarráðherra. Atvinnuveganefnd Alþingis skilaði umsögn um málið í byrjun árs þar sem lagt var til að það yrði skoðað áfram. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra fundaði síðan í mars á þessu ári með Michael Fallon, núverandi orkumálaráðherra Bretlands. „Við áttum ágætis fund þar sem við fórum yfir stöðu þessa máls og það er greinilegur áhugi þeim megin, eins og fram hefur komið, en það er enginn þrýstingur eða tímapressa sem ég varð vör við. Við erum núna í ráðuneytinu að kortleggja næstu skref í málinu,“ segir Ragnheiður Elín. Hún segir að niðurstaða þeirrar vinnu ætti að liggja fyrir á næstu mánuðum. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Z kynslóðin og konur áberandi í kulnun og 35 prósent starfsfólks úrvinda vegna vinnu Atvinnulíf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Fjármögnun sæstrengs milli Íslands og Bretlands er komin á fullan skrið og er leidd af breskum fjárfestum og fyrrverandi orkumálaráðherra Bretlands. Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun segir að beðið sé eftir samkomulagi stjórnvalda þessara landa. Mikil alvara er að baki undirbúningsvinnu vegna sæstrengs milli Bretlands og Íslands og er fjármögnun langt komin, en frá þessu var greint í Kjarnanum á dögunum. Verkefnið hefur verið kallað The Atlantic Supergrid, eða Atlantshafsdreifikerfið. Verkefnið miðar að því að fjármagna og leggja 1000 kílómetra langan sæstreng milli landanna með stöðugri afkastagetu upp á 1,2 gígavattstundir, eða 1200 megavött, af raforku. Einn af þeim sem leiðir verkefnið í Bretlandi er Charles Hendry, fyrrverandi orkumálaráðherra Bretlands. Íslensk og bresk stjórnvöld undirrituðu viljayfirlýsingu í maí 2012 um möguleikann álagningu sæstrengs.Landsvirkjun sér um orkuöflun en strengurinn fjármagnaður á markaði Fyrir réttum tveimur árum sagði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í viðtali við Stöð 2 að fyrirtækið þyrfti tvö ár til að meta kosti og galla við lagningu strengsins og hvort það borgaði sig að ráðast í verkefnið. Frá upphafi var gert ráð fyrir að Landsvirkjun sæi um orkuöflun en kæmi ekki að fjármögnun strengsins sjálfs sem yrði í höndum fjárfesta. Verkefnið gæti falið í sér mikla tekjuöflun fyrir þjóðarbúið með sölu á raforku til Bretlands. Núna hefur Landsvirkjun haft tvö ár til að meta kosti og galla þessa verkefnis. Er það mat ykkar að þetta sé raunhæft og hagkvæmt? „Það eru ennþá mjög jákvæð teikn á lofti að þetta geti verið mjög hagkvæmt fyrir Ísland til þess að gera meiri verðmæti út úr orkukostum landsins, en við erum ennþá að skoða þetta verkefni,“ segir Björgvin Skúli Sigurðsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun í samtali við Stöð 2, en Björgvin Skúli hefur umsjón með verkefninu hjá fyrirtækinu.Ragnheiður Elín kortleggur næstu skref Nettó útflutningstekjur vegna strengsins gætu numið 7-76 milljörðum króna árlega samkvæmt skýrslu ráðgjafarhóps iðnaðarráðherra. Atvinnuveganefnd Alþingis skilaði umsögn um málið í byrjun árs þar sem lagt var til að það yrði skoðað áfram. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra fundaði síðan í mars á þessu ári með Michael Fallon, núverandi orkumálaráðherra Bretlands. „Við áttum ágætis fund þar sem við fórum yfir stöðu þessa máls og það er greinilegur áhugi þeim megin, eins og fram hefur komið, en það er enginn þrýstingur eða tímapressa sem ég varð vör við. Við erum núna í ráðuneytinu að kortleggja næstu skref í málinu,“ segir Ragnheiður Elín. Hún segir að niðurstaða þeirrar vinnu ætti að liggja fyrir á næstu mánuðum.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Z kynslóðin og konur áberandi í kulnun og 35 prósent starfsfólks úrvinda vegna vinnu Atvinnulíf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira