Fiskveiðideilur sæma ekki Norðurlöndum Christina Gestrin og Sjúrður Skaale skrifar 5. apríl 2014 07:00 ESB, Norðmenn og Færeyingar undirrituðu 13. mars 2014 samning um makrílveiðar til fimm ára. Það er ámælisvert að samkomulagið skuli ekki ná til allra sem málið varðar. Deilur norrænna þjóða eru því óleystar samtímis því að ókleift er að standa saman að fiskveiðistjórnun þegar ekkert sameiginlegt samkomulag liggur fyrir. Norræna ráðherranefndin verður að leggja sitt af mörkum til lausnar á sífelldum fiskveiðideilum Norðurlandaþjóða á milli. Eftir fjögurra ára ágreining náðu ESB, Norðmenn og Færeyingar samkomulagi 13. mars 2014 um makrílveiðar til fimm ára. Samningurinn hefur sína kosti: Hann greiddi fyrir lausn á ýmsum tvíhliða deilum undanfarinna ára um veiðar í Norður-Atlantshafi; milli ESB og Norðmanna, milli Færeyinga og Norðmanna og milli Færeyinga og ESB. Þannig gæti hann einnig rutt brautina fyrir lausn á síldardeilunni. Samkomulagið kveður einnig á um að frá árinu 2015 virði samningsaðilar veiðiráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) um leyfðan heildarafla (TAC). Þá má nefna svonefnt „opt-in“-ákvæði í samkomulaginu sem gerir öðrum aðilum – það er Íslendingum og Grænlendingum – kleift að gangast undir samkomulagið síðar og er verulegur hluti kvótans einmitt eyrnamerktur í þeim tilgangi. Almennt er samkomulagið þó ekki viðunandi út frá norrænu sjónarhorni. Með samkomulaginu hafa ráðamenn ákveðið að afli ársins 2014 verði langt umfram þau mörk sem Alþjóðahafrannsóknaráðið mælir með. En það sem er einkum gagnrýnisvert er sú staðreynd að samningurinn nær ekki til allra málsaðila. Enn eru óleystar veiðideilur á milli Norðurlandaþjóða og ókleift er að standa að sameiginlegri fiskveiðistjórnun ef ekkert samkomulag liggur fyrir.Leiðbeiningar skortir Norðurlandasamstarfið er til fyrirmyndar á flestum sviðum en þegar kemur að skiptingu auðlinda og verðmæta fer að reyna á samstarfsviljann. Á síðari árum hafa þjóðirnar ekki staðið sig of vel í þeim efnum. Í stað þess að semja um skiptingu fiskveiðikvótans mætast stálin stinn þegar norrænar frændþjóðir beita hver aðra viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum. Slíkt er okkur ekki sæmandi. Lausnin felst ekki í samkomulagi sem sum löndin koma að en önnur ekki. Ríki sem lúta Alþjóðasamningi SÞ um úthafsveiðar hafa skuldbundið sig til samstarfs um að tryggja sjálfbærar veiðar. Samningurinn kveður þó ekki skýrt á um hvernig skipta eigi fiskveiðikvótum milli strandríkja. Deilur um makrílveiðar og síldveiðar eru lýsandi dæmi þess að umgjörð skortir á fiskveiðistjórnun í norðaustanverðu Atlantshafi.Þróttmikið samkomulag Við þurfum samkomulag til lengri tíma um sameiginlega fiskveiðistjórnun á ákveðnum fiskistofnum. Samkomulag sem nær til allra strandríkja og þar sem samstarf og sjálfbærni eru í öndvegi. Skipting kvótans má ekki ráðast af öflugri markaðsstöðu ákveðinna aðila og áhrifamætti refsiaðgerða sem þeir beita aðra. Hún má heldur ekki ráðast af pólitískum aflsmunum. Þá er ástæða til að einblína minna á aflatölur en tíðkast hefur fram að þessu. Sjálfbær lausn felst ekki í kyrrstöðu heldur er hún þróttmikil og sveigjanleg og getur því tekið mið af ástandi vistkerfanna hverju sinni. Aðgerða er þörf til þess að deiluaðilar leiti nýrra leiða. Þeir eru Grænlendingar, Íslendingar, Færeyingar, Norðmenn og ESB (Danir). Norræna ráðherranefndin verður því að láta til sín taka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
ESB, Norðmenn og Færeyingar undirrituðu 13. mars 2014 samning um makrílveiðar til fimm ára. Það er ámælisvert að samkomulagið skuli ekki ná til allra sem málið varðar. Deilur norrænna þjóða eru því óleystar samtímis því að ókleift er að standa saman að fiskveiðistjórnun þegar ekkert sameiginlegt samkomulag liggur fyrir. Norræna ráðherranefndin verður að leggja sitt af mörkum til lausnar á sífelldum fiskveiðideilum Norðurlandaþjóða á milli. Eftir fjögurra ára ágreining náðu ESB, Norðmenn og Færeyingar samkomulagi 13. mars 2014 um makrílveiðar til fimm ára. Samningurinn hefur sína kosti: Hann greiddi fyrir lausn á ýmsum tvíhliða deilum undanfarinna ára um veiðar í Norður-Atlantshafi; milli ESB og Norðmanna, milli Færeyinga og Norðmanna og milli Færeyinga og ESB. Þannig gæti hann einnig rutt brautina fyrir lausn á síldardeilunni. Samkomulagið kveður einnig á um að frá árinu 2015 virði samningsaðilar veiðiráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) um leyfðan heildarafla (TAC). Þá má nefna svonefnt „opt-in“-ákvæði í samkomulaginu sem gerir öðrum aðilum – það er Íslendingum og Grænlendingum – kleift að gangast undir samkomulagið síðar og er verulegur hluti kvótans einmitt eyrnamerktur í þeim tilgangi. Almennt er samkomulagið þó ekki viðunandi út frá norrænu sjónarhorni. Með samkomulaginu hafa ráðamenn ákveðið að afli ársins 2014 verði langt umfram þau mörk sem Alþjóðahafrannsóknaráðið mælir með. En það sem er einkum gagnrýnisvert er sú staðreynd að samningurinn nær ekki til allra málsaðila. Enn eru óleystar veiðideilur á milli Norðurlandaþjóða og ókleift er að standa að sameiginlegri fiskveiðistjórnun ef ekkert samkomulag liggur fyrir.Leiðbeiningar skortir Norðurlandasamstarfið er til fyrirmyndar á flestum sviðum en þegar kemur að skiptingu auðlinda og verðmæta fer að reyna á samstarfsviljann. Á síðari árum hafa þjóðirnar ekki staðið sig of vel í þeim efnum. Í stað þess að semja um skiptingu fiskveiðikvótans mætast stálin stinn þegar norrænar frændþjóðir beita hver aðra viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum. Slíkt er okkur ekki sæmandi. Lausnin felst ekki í samkomulagi sem sum löndin koma að en önnur ekki. Ríki sem lúta Alþjóðasamningi SÞ um úthafsveiðar hafa skuldbundið sig til samstarfs um að tryggja sjálfbærar veiðar. Samningurinn kveður þó ekki skýrt á um hvernig skipta eigi fiskveiðikvótum milli strandríkja. Deilur um makrílveiðar og síldveiðar eru lýsandi dæmi þess að umgjörð skortir á fiskveiðistjórnun í norðaustanverðu Atlantshafi.Þróttmikið samkomulag Við þurfum samkomulag til lengri tíma um sameiginlega fiskveiðistjórnun á ákveðnum fiskistofnum. Samkomulag sem nær til allra strandríkja og þar sem samstarf og sjálfbærni eru í öndvegi. Skipting kvótans má ekki ráðast af öflugri markaðsstöðu ákveðinna aðila og áhrifamætti refsiaðgerða sem þeir beita aðra. Hún má heldur ekki ráðast af pólitískum aflsmunum. Þá er ástæða til að einblína minna á aflatölur en tíðkast hefur fram að þessu. Sjálfbær lausn felst ekki í kyrrstöðu heldur er hún þróttmikil og sveigjanleg og getur því tekið mið af ástandi vistkerfanna hverju sinni. Aðgerða er þörf til þess að deiluaðilar leiti nýrra leiða. Þeir eru Grænlendingar, Íslendingar, Færeyingar, Norðmenn og ESB (Danir). Norræna ráðherranefndin verður því að láta til sín taka.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun