Viðskipti innlent

Fiskimjöl skráð sem hvalamjöl vegna mistaka

Vegna fréttar um ólöglegan útflutning á hvalaafurðum til Danmerkur hefur sjávarútvegs- og landbúnaðaráðuneytið sent frá sér tilkynningu þar sem segir að um mistök í tollskráningu hafi verið að ræða.

„Við eftirgrennslan um meintan útflutning á hvalmjöli til Danmerkur kom í ljós að umrætt magn, 775 kíló í janúar 2009 og 22.750 kíló í mars 2009, var fiskimjöl sem vegna mistaka í tollskýrslugerð verið skráð á tollnúmer fyrir hvalmjöl. Viðkomandi fyrirtæki hefur nú leiðrétt mistökin. Hagstofa Íslands mun í framhaldinu leiðrétta þetta á vef sínum þann 31. mars n.k. þegar endurskoðaðar lokatölur fyrir útflutning 2009 liggja fyrir. Íslensk yfirvöld munu einnig taka málið upp við yfirvöld í Danmörku," segir í tilkynningunni.

„Í febrúar 2010 var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti tilkynnt að íslenskt útflutningsfyrirtæki hefði flutt út 250 kíló af hrefnukjöti til Lettlands. Kjötinu hefði fylgt íslenskt CITES útflutningsvottorð eins og lög segja fyrir um.

Hrefna er hjá CITES (alþjóðasamningi um verslun með dýr í útrýmingarhættu) skráð á Viðauka I, sem hefur í för með sér miklar hömlur á alþjóðaverslun. Ísland hefur gert athugasemd við þessa listun fyrir sína hönd og er því ekki bundið reglum um verslun með hrefnu samkvæmt Viðauka I.

Ísland hefur þó að eigin frumkvæði fylgt reglum sem gilda um tegundir á Viðauka II þegar kemur að verslun með hvalafurður. Reglur CITES um verslun með tegundir á Viðauka II gera kröfu um að útflutningsríki gefi út CITES-útflutningsvottorð, en engin lagaskilda er fyrir útflutningsland að krefjast innflutningsleyfis."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×