Finni útnefndur heiđursstjórnandi hjá Sinfóníuhljómsveitinni

 
Menning
13:12 17. MARS 2017
Osmo Vänskä
Osmo Vänskä

Finnski hljómsveitarstjórnandinn Osmo Vänskä var útnefndur heiðursstjórnandi hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands í dag en hann hefur gegnt stöðu aðalgestastjórnanda frá árinu 2014.

Þá var hann einnig aðalstjórnandi hljómsveitarinnar á árunum 1993 til 1996 og stjórnaði sveitinni meðal annars á tónleikum á Carnegie Hall í New York árið ´96.  Þá flutti Sinfóníuhljómsveitin sinfóníu nr. 2 eftir Sibelius en í kvöld mun Vänskä stýra sveitinni á ný í sömu sinfóníu á tónleikum í Hörpu í kvöld.

Í tilkynningu frá Sinfóníuhljómsveitinni kemur fram að Vänskä hafi „stjórnað öllum helstu hljómsveitum heims og hefur verið aðalstjórnandi Minnesota-hljómsveitarinnar frá árinu 2003. Hann hefur hlotið mikið lof fyrir starf sitt með þeirri sveit, hefur m.a. hljóðritað allar sinfóníur Beethovens og um þann flutning sagði gagnrýnandi New York Times að þar væri komin „hin fullkomna Beethoven-túlkun okkar tíma.“ Vänskä hefur hljóðritað fyrir sænska forlagið BIS um áratugaskeið, meðal annars tvo hljómdiska með Sinfóníuhljómsveit Íslands sem hafa hlotið afbragðs dóma á heimsvísu.“


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ

TAROT DAGSINS

Dragđu spil og sjáđu hvađa spádóm ţađ geymir.
Forsíđa / Lífiđ / Menning / Finni útnefndur heiđursstjórnandi hjá Sinfóníuhljómsveitinni
Fara efst