Erlent

Finnar enn andsnúnir NATO-aðild

Atli Ísleifsson skrifar
Alexander Stubb tók við embætti forsætisráðherra Finnlands síðasta sumar.
Alexander Stubb tók við embætti forsætisráðherra Finnlands síðasta sumar. Vísir/AFP
Ný skoðanakönnun sýnir að Finnar eru enn andsnúnir því að landið gerist aðili að NATO.

Könnun dagblaðsins Helsingin Sanomat sýnir að 57 prósent Finna eru andsnúnir aðild, en 27 prósent fylgjandi. Hlutfallið er mjög sambærilegt því og var síðasta sumar.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, er nú í heimsókn í Finnlandi þar sem hann mun funda með Alexander Stubb, forsætisráðherra Finnlands, og utanríkisráðherranum Erkki Tuomioja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×