Erlent

Fíll varð reyndum fílaveiðimanni að bana

Atli Ísleifsson skrifar
Ian Gibson starfaði sem leiðsögumaður og fílaveiðimaður í Chewore North garðinum í Simbabve. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Ian Gibson starfaði sem leiðsögumaður og fílaveiðimaður í Chewore North garðinum í Simbabve. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Reyndur fílaveiðimaður lést á miðvikudaginn eftir að fíll sem hann vonaðist til að drepa trakaði hann til bana í Simbabve.

Ian Gibson starfaði sem leiðsögumaður og fílaveiðimaður og hafði ásamt viðskiptavini leitað að dýri til að skjóta í Chewore North garðinum þegar hann sá fíl skammt frá.

Þegar mennirnir voru í um 50 til 100 metra fjarlægð frá dýrinu sneri fíllinn sér skyndilega við og réðst til atlögu gegn Gibson sem var traðkaður til bana.

Í frétt Express segir að Gibson hafi náð að skjóta einu skoti á fílinn áður en hann lést.

Viðskiptavinurinn sem var með Gibson í för slapp ómeiddur.

Miklar umræður sköpuðust um ágæti fílaveiði á heimasíðu Africa Hunting í kjölfar andlátstilkynningarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×