ŮRIđJUDAGUR 28. MARS NŢJAST 23:30

„Messi er Barca og Barca er Messi“

SPORT

Fidel Castro ekki hrifinn af heimsˇkn Obama

 
Erlent
20:01 28. MARS 2016
Fidel Castro (t.v.) rŠ­ir vi­ brˇ­ur sinn, Raul, ßri­ 2011.
Fidel Castro (t.v.) rŠ­ir vi­ brˇ­ur sinn, Raul, ßri­ 2011. V═SIR/AFP

Fidel Castro, fyrrverandi forseti Kúbu, hefur rofið þögn sína um heimsókn Barack Obama Bandaríkjaforseta til landsins. Castro segir í grein sem birtist í ríkisdagblaðinu Granma að Kúba þurfi ekki á neinum gjöfum frá „heimsveldinu“ Bandaríkjunum að halda og segir sáttarræður Obama „væmnar.“

Heimsókn Obama markar mikil tímamót í sögu samskipta Kúbu og Bandaríkjanna, sem hafa eldað grátt silfur saman í rúma hálfa öld. Bandaríkjamenn komu á viðskiptabanni við Kúbu eftir að Castro komst til valda á sjötta áratug síðustu aldar en samband ríkjanna hefur batnað til muna eftir að Raul Castro, bróðir hans, tók við stjórn landsins árið 2008.

Obama hefur í heimsókn sinni meðal annars lagt til að viðskiptabanninu verði aflétt og segist vilja „grafa“ síðustu leifar Kalda stríðsins í landinu.

Castro er þó nokkuð harðorður í garð Bandaríkjaforsetans í grein sinni, sem er um 1500 orð að lengd, og minnir meðal annars á tilraun Bandaríkjamanna til að steypa honum af stóli árið 1961. Hann leggur til að Obama myndi sér „engar kenningar“ um kúbversk stjórnmál.


Deila
Athugi­. Allar athugasemdir eru ß ßbyrg­ ■eirra er ■Šr rita. VÝsir hvetur lesendur til a­ halda sig vi­ mßlefnalega umrŠ­u. Einnig ßskilur VÝsir sÚr rÚtt til a­ fjarlŠgja Šrumei­andi e­a ˇsŠmilegar athugasemdir og ummŠli ■eirra sem tjß sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIđ

  • Nřjast ß VÝsi
  • Mest Lesi­
  • FrÚttir
  • Sport
  • Vi­skipti
  • LÝfi­
ForsÝ­a / FrÚttir / Erlent / Fidel Castro ekki hrifinn af heimsˇkn Obama
Fara efst