Viðskipti innlent

Fer Rakel á toppinn?

Finnur Thorlacius skrifar
Rakel tekur á móti Hvatningarverðlaunum FKA.
Rakel tekur á móti Hvatningarverðlaunum FKA.
Eitt íslenskra fyrirtækja í útrás er Skema, sem sérhæfir sig í að kenna börnum forritun og stuðla að tæknimenntun þeirra. Stofnandi og stærsti eigandi Skema er Rakel Sölvadóttri. Hún býr nú í Seattle í Bandaríkjunum og hefur stofnað þar útibú Skema, sem þarlendis hefur fengið nafnið Rekode.

Sem liður í fjármögnun fyrirtækis hennar þar vestra tekur Rakel þátt í keppni þar sem þrír til fimm frumkvöðlar geta unnið ferð með nokkrum stærstu fjárfestum Bandaríkjanna í göngu uppá Kilimanjaro, hæsta fjall Afríku. Umsækjendur í þessari keppni vorum 2.100 talsins, en sem stendur er Rakel í 7. sæti í kosningu sem fram fer á netinu og byggir á því að fólk „læki“ við þátttöku hennar.

Það verða 50 þátttakendur sem keppa munu síðan um þessi 3-5 sæti og verða þeir valdir af dómnefnd. Rakel er nú afar nálægt toppnum í kosningunni en Íslendingar geta tryggt það að hún komist í þenna valhóp með því að „læka“ við þátttöku hennar hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×