Íslenski boltinn

Fer frá Fylki til Fury

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Enrique Seoane í leik með Fylki.
Jose Enrique Seoane í leik með Fylki. Vísir/Eyþór
Jose Enrique Seoane hefur yfirgefið Árbæinn og verður ekki með Fylki í Inkasso-deildinni næsta sumar en Seoane lék með liði Fylkis sem féll úr Pepsi-deildinni í sumar.

Sito, eins og hann er kallaður, ætlar að reyna sér hjá kanadíska félaginu Ottawa Fury en félagið tilkynnti það á heimasíðu sinni að spænski framherjinn hefði skrifaði undir samning við Fury.

Sito mun nú spila fyrir Paul Dalglish, sem er 39 ára sonur Liverpool-goðsagnarinnar Kenny Dalglish.

Ottawa Fury spilar í næstefstu deildinni í Bandaríkjunum. Ottawa Fury endaði í 10. sæti af tólf liðum á síðasta tímabili en liðið vann bara 7 af 32 leikjum sínum.

Jose Enrique spilaði síðasta eina og hálfa árið í Pepsi-deildinni. Hann kom til ÍBV á miðju tímabili 2015 og skoraði þá 6 mörk í 11 leikjum. Jose Enrique fór síðan til Fylkis og spilaði með Árbæjarliðinu síðasta sumar.

Sito náði ekki að fylgja eftir frammistöðu sinni með ÍBV þegar hann mætti í Árbæinn. Jose Enrique var aðeins með 2 mörk í 20 leikjum og olli vonbrigðum enda var það stórmál þegar Árbæingar tóku hann frá Vestmannaeyjum á sínum tíma.  

Jose Enrique er 27 ára framherji sem hefur spilað áður fyrir Paul Dalglish. Hann var leikmaður Dalglish með Austin Aztex liðinu tímabilið 2013. Sito skoraði þá 9 mörk og gaf 4 stoðsendingar og hjálpaði Austin Aztex að vinna USL PDL Meistaratitilinn.


Tengdar fréttir

ÍBV birtir sannanir sínar gegn Fylki

Forráðamenn ÍBV eru ekki sáttir við að Fylkir skuli reyna að bera af sér sakir þrátt fyrir dóm KSÍ í Sito-málinu svokallaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×