Viðskipti innlent

Félag Róberts tapaði 60 milljónum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Umsvif Róberts Guðfinnssonar í heimabæ hans hafa verið vaxandi síðustu ár. Meðal annars rekur félag hans þar veitingastaðinn Kaffi Rauðku.
Umsvif Róberts Guðfinnssonar í heimabæ hans hafa verið vaxandi síðustu ár. Meðal annars rekur félag hans þar veitingastaðinn Kaffi Rauðku. Vísir/Friðrik
Tap Rauðku ehf, sem rekur Sigló Hótel á Siglufirði, nam 61,6 milljónum króna árið 2014. Tap ársins dróst saman milli ára en það nam 70,7 milljónum króna í árslok 2013.

Rauðka er í 100% eign Staðarhólf hf sem er í eigu Salander holdings, Róberts Guðfinnssonar, og Steinunnar Ragnheiðar Guðbrandsdóttur. Eigið fé í árslok nam 267,7 milljónum króna, samanborið við 220 milljón króna neikvætt eigið fé í árslok 2013. Eignir í árslok námu 302,5 milljónum króna. Hlutafé í árslok nam 550 milljónum króna.

Sigló Hótel opnaði 1. júní 2015. Auk Sigló Hótels rekur Rauðka veitingastaðinn Hannes Boy, Kaffi Rauðku, og Bláa Húsið, allt á Siglufirði. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×