Fékk aftur traust á lögreglu 9. mars 2015 07:00 Gunnar Scheving Thorsteinsson hefur ekki ákveðið hvort hann fer aftur til starfa í lögreglunni. fréttablaðið/vilhelm „Þegar ég var í fangaklefa í Grindavík lá ég og vissi að líf mitt eins og ég þekkti það var búið. Að það sé hægt að fara svo óvarlega með opinbert vald er eitthvað sem ég hefði aldrei leyft mér sem lögreglumaður. Frelsissvipting og svipting mannorðs er eitthvað sem þú getur aldrei farið of varlega með,“ segir Gunnar Scheving Thorsteinsson. Hann var ákærður fyrir að hafa flett nöfnum yfir 40 kvenna upp í upplýsingakerfi lögreglunnar, svokölluðu LÖKE-kerfi. Einnig var hann grunaður um að hafa deilt upplýsingum til þriðja aðila um einstakling sem sætti lögreglurannsókn. Á rannsóknarstigi gisti hann fangageymslu yfir eina nótt. Síðasta fimmtudag tilkynnti Ríkissaksóknari svo að fallið yrði frá þeim þætti ákærunnar sem snýr að því að hafa flett upp nöfnum kvennanna. Gunnar segist síðan hafa fengið upplýsingar um það við aðalmeðferð málsins á föstudag að ekki yrði krafist refsingar yfir honum vegna þess ákæruliðar sem eftir stendur. Gunnar Scheving segist telja að á rannsóknarstigi hafi málið ekki einungis snúist um það að hafa flett konunum upp í kerfinu. „Heldur er það það sem situr eftir eftir ónýta rannsókn, þar sem ég var grunaður um miklu alvarlegri hluti,“ segir Gunnar. Hann var upphaflega ásakaður um það að hafa nálgast upplýsingar um konurnar og deilt þeim opinberlega með vinum sínum. Gunnar bendir á að þær ásakanir gegn sér hafi birst í fjölmiðlum löngu áður en gefin var út ákæra. Garðar St. Ólafsson, verjandi Gunnars, segir að sá grunur að Gunnar hafi flett nöfnunum upp í Löke hafi ekki komið úr tölvukerfinu sjálfu, heldur annars staðar frá. Gunnar hafi einfaldlega ekki flett upp nöfnum þessara kvenna. Gunnar segist hafa misst tiltrú á lögreglu og ákæruvaldinu fyrst eftir að málið kom upp, en það álit hafi áunnist aftur eftir atburði liðinnar viku. „En hvort ég vil starfa áfram í lögreglunni, þá er það eitthvað sem ég get ekki svarað strax. Ég hef helgað líf mitt því að starfa sem lögreglumaður og ég hef starfað í tíu ár í lögreglunni. Þetta var framtíðarstarfið mitt og ég hef mikinn metnað fyrir þessu starfi. En að það sé hægt að svipta fótunum svona undan mér út af fölskum ástæðum, ég er ekki viss um að ég vilji aftur vera í þeirri stöðu,“ segir hann. Hann segist þó hvorki bera hatur eða illvilja til neins. Hvorki lögreglu, ákæruvaldsins eða annarra sem tengjast einkalífi hans. „En ég þarf að rétta hlut minn sjáanlega. Það sem skiptir mig miklu máli er að geta horft á sjálfan mig í spegli,“ segir hann. Hann muni því sækja rétt sinn, hvort sem það verði með því að krefjast refsingar yfir þeim sem brutu gegn honum eða sækja þær bætur sem hann eigi rétt á eða berjast fyrir starfi sínu. „Því ég ætla út í lögregluna á mínum forsendum ef ég ætla út í lögregluna yfirhöfuð,“ segir Gunnar. Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Sjá meira
„Þegar ég var í fangaklefa í Grindavík lá ég og vissi að líf mitt eins og ég þekkti það var búið. Að það sé hægt að fara svo óvarlega með opinbert vald er eitthvað sem ég hefði aldrei leyft mér sem lögreglumaður. Frelsissvipting og svipting mannorðs er eitthvað sem þú getur aldrei farið of varlega með,“ segir Gunnar Scheving Thorsteinsson. Hann var ákærður fyrir að hafa flett nöfnum yfir 40 kvenna upp í upplýsingakerfi lögreglunnar, svokölluðu LÖKE-kerfi. Einnig var hann grunaður um að hafa deilt upplýsingum til þriðja aðila um einstakling sem sætti lögreglurannsókn. Á rannsóknarstigi gisti hann fangageymslu yfir eina nótt. Síðasta fimmtudag tilkynnti Ríkissaksóknari svo að fallið yrði frá þeim þætti ákærunnar sem snýr að því að hafa flett upp nöfnum kvennanna. Gunnar segist síðan hafa fengið upplýsingar um það við aðalmeðferð málsins á föstudag að ekki yrði krafist refsingar yfir honum vegna þess ákæruliðar sem eftir stendur. Gunnar Scheving segist telja að á rannsóknarstigi hafi málið ekki einungis snúist um það að hafa flett konunum upp í kerfinu. „Heldur er það það sem situr eftir eftir ónýta rannsókn, þar sem ég var grunaður um miklu alvarlegri hluti,“ segir Gunnar. Hann var upphaflega ásakaður um það að hafa nálgast upplýsingar um konurnar og deilt þeim opinberlega með vinum sínum. Gunnar bendir á að þær ásakanir gegn sér hafi birst í fjölmiðlum löngu áður en gefin var út ákæra. Garðar St. Ólafsson, verjandi Gunnars, segir að sá grunur að Gunnar hafi flett nöfnunum upp í Löke hafi ekki komið úr tölvukerfinu sjálfu, heldur annars staðar frá. Gunnar hafi einfaldlega ekki flett upp nöfnum þessara kvenna. Gunnar segist hafa misst tiltrú á lögreglu og ákæruvaldinu fyrst eftir að málið kom upp, en það álit hafi áunnist aftur eftir atburði liðinnar viku. „En hvort ég vil starfa áfram í lögreglunni, þá er það eitthvað sem ég get ekki svarað strax. Ég hef helgað líf mitt því að starfa sem lögreglumaður og ég hef starfað í tíu ár í lögreglunni. Þetta var framtíðarstarfið mitt og ég hef mikinn metnað fyrir þessu starfi. En að það sé hægt að svipta fótunum svona undan mér út af fölskum ástæðum, ég er ekki viss um að ég vilji aftur vera í þeirri stöðu,“ segir hann. Hann segist þó hvorki bera hatur eða illvilja til neins. Hvorki lögreglu, ákæruvaldsins eða annarra sem tengjast einkalífi hans. „En ég þarf að rétta hlut minn sjáanlega. Það sem skiptir mig miklu máli er að geta horft á sjálfan mig í spegli,“ segir hann. Hann muni því sækja rétt sinn, hvort sem það verði með því að krefjast refsingar yfir þeim sem brutu gegn honum eða sækja þær bætur sem hann eigi rétt á eða berjast fyrir starfi sínu. „Því ég ætla út í lögregluna á mínum forsendum ef ég ætla út í lögregluna yfirhöfuð,“ segir Gunnar.
Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Sjá meira