Erlent

FBI krefst viðbragða

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Donald Trump færði engin rök fyrir ásökunum sínum.
Donald Trump færði engin rök fyrir ásökunum sínum. vísir/epa
James Comey, yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar FBI, fór fram á það að bandaríska dómsmálaráðuneytið bæri til baka ásakanir Donalds Trumps forseta um að Barack Obama, fyrrverandi forseti, hafi látið FBI hlera fyrir sig síma Trumps. Comey sagði ásakanirnar úr lausu lofti gripnar.

Trump kom með þessar ásakanir í nokkrum færslum á Twitter á laugardag. Sama dag sendi Comey dómsmálaráðuneytinu ósk sína, samkvæmt The New York Times.

Trump færði engin rök fyrir ásökunum sínum, en svo virðist sem hann hann hafi helst stuðst við frásagnir í útvarpsþáttum og fréttasíðum stuðningsmanna sinna á hægri vængnum.

Skrifstofa forsetaembættisins í Hvíta húsinu óskaði hins vegar eftir því á sunnudag að Bandaríkjaþing rannsaki hvað hæft er í þessum ásökunum.

Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sagði fréttir af hugsan­legum njósnum um Trump valda miklum áhyggjum. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×