Erlent

Fárviðri geisar í Georgíu-fylki: Að minnsta kosti ellefu látnir

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Fellibylurinn Matthew reið yfir Georgíu-fylki síðastliðið haust.
Fellibylurinn Matthew reið yfir Georgíu-fylki síðastliðið haust.
Ellefu manns eru látnir og yfir tuttugu særðir í miklu óveðri sem gengur nú yfir suðurríki Bandaríkjanna. Veðrið er verst í Georgíu-fylki en dauðsföllin áttu sér öll stað þar.

Talsverður fjöldi tilkynninga um eignatjón hefur jafnframt borist yfirvöldum.

Varað hefur verið við hættu á fellibyljum í suðvesturhluta Bandaríkjanna og þá sérstaklega í norðurhluta Flórída-fylkis.

Veðurstofur í Bandaríkjunum telja að veðrið nái hámarki síðdegis í dag og geti varað í nokkurn tíma. 

Fellibyljir eru ekki óalgengir á þessum slóðum. Fellibylurinn Matthew olli miklu mannfalli og eignatjóni en hann geysaði í Karíbahafinu og suðausturhluta Bandaríkjanna síðastliðið haust. 

Varað hefur verið við fellybyljum í norðanverðu Flórída-fylki.vísir/skjáskot



Fleiri fréttir

Sjá meira


×