Erlent

Farþega vísað frá borði vegna kynþáttahaturs

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Atvikið átti sér stað um borð í flugvél United Airlines.
Atvikið átti sér stað um borð í flugvél United Airlines. vísir/getty
Bandaríkjamanni var vísað frá borði flugvélar United Airlines fyrr í kvöld fyrir að hafa valdið usla með óvægnum athugasemdum sínum í garð pakistanskra samfarþega sinna.

Atvikið átti sér stað skömmu fyrir flugtak en flugvélin var stödd á O‘Hare flugvellinum í Chicago. Samkvæmt sjónarvottum áreitti maðurinn pakistönsk hjón sem voru íklædd hefðbundnum pakistönskum fatnaði.

„Er þetta nokkuð sprengja þarna í töskunni þinni,“ spurði hann hjónin meðal annars.

Í kjölfarið hófust illdeilur við aðra farþega vélarinnar eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.

Skömmu síðar bað flugþjónn manninn að taka saman föggur sínar og yfirgefa vélina.

„Hey, ég mun koma aftur og þá verði þið farin,“ hrópaði maðurinn að endingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×